Reykjavíkurborg hafnar ásökunum um að hafa brotið trúnað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 13:35 Minnihluti borgarinnar sakar meirihlutann um trúnaðarbrest vegna birtingu fjárhagsáætlunar. Vísir/GVA Reykjavíkurborg segist ekki hafa brotið trúnað með birtingu fjárhagsætlunar borgarinnar áður en frestur til þess rann út. Trúnaðarskyldunni hafi verið aflétt með birtingu gagnanna í Kauphöllinni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ívari Erni Ívarssyni, regluverði Reykjavíkurborgar. Minnihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sakað meirihlutann um að hafa brotið trúnað með því að birta fjárhagsáætlunina áður en frestur til birtingarinnar hafi runnið út, og greint frá henni á lokuðum blaðamannafundi, án aðkomu minnihlutans. Minnihlutanum hafi verið gert að halda trúnaði, ella hefði hann átt yfir höfði sér fésektir. Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir hafa bæði lýst yfir mikilli óánægju á Facebook í dag. Hildur segir í samtali við fréttastofu að meirihlutinn sé að beita brellibrögðum til að fá pólitíska umræðu um fjárhagsætlunina. „Jafnræðið í pólitíkinni hlýtur að skipta máli. Það sem gerist þarna er að við fáum upplýsingar um að fullum trúnaði verði að gæta, og við gerum það, en á móti er meirihlutinn með lokaðan blaðamannafund þar sem bara þeirra sýn á fjárhagsáætlunina fær að hljóma,“ segir Hildur. Halldór Halldórsson segir minnihlutann ekki hafa viljað taka neina áhættu í þessum efnum, og því hafi það komið á óvart að sjá meirihluta borgarstjórnar ræða málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins í gær. Ívar Örn, regluvörður borgarinnar, segir að fjárhagsáætlunin, ásamt fylgigögnum, hafi verið birt í Kauphöll klukkan 12.45. Með þeirri opinberu birtingu afléttist trúnaðarskylda innherja af gögnunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um verðbréfaviðskipti. Tengdar fréttir Afkoma Reykjavíkurborgar jákvæð um 1,8 milljarða Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 voru lögð fram í borgarstjórn í dag. 1. nóvember 2016 16:48 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Reykjavíkurborg segist ekki hafa brotið trúnað með birtingu fjárhagsætlunar borgarinnar áður en frestur til þess rann út. Trúnaðarskyldunni hafi verið aflétt með birtingu gagnanna í Kauphöllinni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ívari Erni Ívarssyni, regluverði Reykjavíkurborgar. Minnihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sakað meirihlutann um að hafa brotið trúnað með því að birta fjárhagsáætlunina áður en frestur til birtingarinnar hafi runnið út, og greint frá henni á lokuðum blaðamannafundi, án aðkomu minnihlutans. Minnihlutanum hafi verið gert að halda trúnaði, ella hefði hann átt yfir höfði sér fésektir. Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir hafa bæði lýst yfir mikilli óánægju á Facebook í dag. Hildur segir í samtali við fréttastofu að meirihlutinn sé að beita brellibrögðum til að fá pólitíska umræðu um fjárhagsætlunina. „Jafnræðið í pólitíkinni hlýtur að skipta máli. Það sem gerist þarna er að við fáum upplýsingar um að fullum trúnaði verði að gæta, og við gerum það, en á móti er meirihlutinn með lokaðan blaðamannafund þar sem bara þeirra sýn á fjárhagsáætlunina fær að hljóma,“ segir Hildur. Halldór Halldórsson segir minnihlutann ekki hafa viljað taka neina áhættu í þessum efnum, og því hafi það komið á óvart að sjá meirihluta borgarstjórnar ræða málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins í gær. Ívar Örn, regluvörður borgarinnar, segir að fjárhagsáætlunin, ásamt fylgigögnum, hafi verið birt í Kauphöll klukkan 12.45. Með þeirri opinberu birtingu afléttist trúnaðarskylda innherja af gögnunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um verðbréfaviðskipti.
Tengdar fréttir Afkoma Reykjavíkurborgar jákvæð um 1,8 milljarða Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 voru lögð fram í borgarstjórn í dag. 1. nóvember 2016 16:48 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Afkoma Reykjavíkurborgar jákvæð um 1,8 milljarða Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 voru lögð fram í borgarstjórn í dag. 1. nóvember 2016 16:48