Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 12:25 "Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, sem hefur verið bæjarstjóri í Grindavík frá 2010. mynd/grindavík.is Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra. Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra.
Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18
Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27