Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 12:25 "Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, sem hefur verið bæjarstjóri í Grindavík frá 2010. mynd/grindavík.is Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra. Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra.
Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18
Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27