Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 12:25 "Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, sem hefur verið bæjarstjóri í Grindavík frá 2010. mynd/grindavík.is Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra. Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra.
Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18
Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27