Konur leggja niður störf og krefjast jafnréttis Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2016 07:00 Kvennafrídagurinn 24. október 1975 er líklega fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Launamunur kynjanna hefur enn ekki verið jafnaður þótt dregið hafi saman á undanförnum árum. Mynd/Loftur Ásgeirsson Þann 24. október 1975 fóru stærstu fjöldamótmæli Íslandssögunnar fram þegar konur um allt land lögðu niður störf um miðjan dag til að mótmæla kynbundnum launamun. Talið er að 25 þúsund konur hafi hópast saman í miðbæ Reykjavíkur á samstöðufundi til að mótmæla því að laun kvenna væru umtalsvert lægri en laun karla.Talið er að 25 þúsund konur hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Kvennafrídeginum árið 1975.Mynd/Loftur ÁsgeirssonTíu árum síðar, þegar leikurinn var endurtekinn, söfnuðust saman átján þúsund manns og sýndu samstöðu á Lækjartorgi en í millitíðinni hafði Kvennalistinn verið stofnaður og Vigdís Finnbogadóttir hlotið kjör sem forseti, fyrst kvenna í heiminum. Í dag hefur aftur verið boðað til kvennafrídags eða kvennaverkfalls undir slagorðinu Kjarajafnrétti strax. Ný launakönnun VR sýnir að óútskýrður launamunur kynjanna er tíu prósent. Samkvæmt frétt Hagstofunnar frá 2014 var óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi 18,3 prósent og hafði minnkað um rúmt prósent frá árinu áður. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.38 í dag og sameinast á Austurvelli á baráttufundi. Leikskólar borgarinnar hafa sömuleiðis hvatt foreldra til að sækja börn sín svo leikskólastarfsmenn geti tekið þátt í viðburðinum.Dagskráin á útifundi kvennafrídagsins 1975 var ekki af verri endanum. Guðrún Á. Símonardóttir óperusöngkona stýrði fjöldasöng og sagði að ekki mætti skilja kvennafrídaginn sem svo að konum væri bannað að vera góðar við karla. Þá fluttu þingkonurnar Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir ræður.Mynd/Björgvin PálssonÍ dagblaðinu Tímanum frá 26. október 1975 má finna myndaþátt af feðrum sem neyddust til að taka börn sín með í vinnuna þegar konur lögðu niður störf. Fyrirsögn greinarinnar er „Almenn þátttaka í dömufríinu“ en hvergi er minnst á ástæður þess að konur lögðu niður störf. Þar kemur fram að bankastjórar Landsbankans hafi neyðst til að sjá sjálfir um afgreiðslustörf þegar konurnar gengu út. Þá hafi karlkyns starfsmenn Landsbankans við Laugaveg 77 gripið til þess að veifa hvítum fána, til tákns um uppgjöf, þegar konurnar lögðu niður störf þar sem konur skipuðu mikinn meirihluta starfsliðsins. Hjá Ríkissjónvarpinu þurftu karlkyns starfsmenn að passa börnin sem fylgdu feðrum sínum í vinnuna og það var enginn annar en Ómar Ragnarsson skemmtikraftur sem hafði ofan af fyrir börnunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00 Jöfn kjör 2068? - Vilja róttækari aðgerðir Í ár eru konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli. Hægt hefur gengið að vinna á launamuni kynjanna. Þær Ingibjörg Eyþórsdóttir, Silja Snædal og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vilja róttækari aðgerðir. 22. október 2016 11:00 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Þann 24. október 1975 fóru stærstu fjöldamótmæli Íslandssögunnar fram þegar konur um allt land lögðu niður störf um miðjan dag til að mótmæla kynbundnum launamun. Talið er að 25 þúsund konur hafi hópast saman í miðbæ Reykjavíkur á samstöðufundi til að mótmæla því að laun kvenna væru umtalsvert lægri en laun karla.Talið er að 25 þúsund konur hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Kvennafrídeginum árið 1975.Mynd/Loftur ÁsgeirssonTíu árum síðar, þegar leikurinn var endurtekinn, söfnuðust saman átján þúsund manns og sýndu samstöðu á Lækjartorgi en í millitíðinni hafði Kvennalistinn verið stofnaður og Vigdís Finnbogadóttir hlotið kjör sem forseti, fyrst kvenna í heiminum. Í dag hefur aftur verið boðað til kvennafrídags eða kvennaverkfalls undir slagorðinu Kjarajafnrétti strax. Ný launakönnun VR sýnir að óútskýrður launamunur kynjanna er tíu prósent. Samkvæmt frétt Hagstofunnar frá 2014 var óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi 18,3 prósent og hafði minnkað um rúmt prósent frá árinu áður. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.38 í dag og sameinast á Austurvelli á baráttufundi. Leikskólar borgarinnar hafa sömuleiðis hvatt foreldra til að sækja börn sín svo leikskólastarfsmenn geti tekið þátt í viðburðinum.Dagskráin á útifundi kvennafrídagsins 1975 var ekki af verri endanum. Guðrún Á. Símonardóttir óperusöngkona stýrði fjöldasöng og sagði að ekki mætti skilja kvennafrídaginn sem svo að konum væri bannað að vera góðar við karla. Þá fluttu þingkonurnar Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir ræður.Mynd/Björgvin PálssonÍ dagblaðinu Tímanum frá 26. október 1975 má finna myndaþátt af feðrum sem neyddust til að taka börn sín með í vinnuna þegar konur lögðu niður störf. Fyrirsögn greinarinnar er „Almenn þátttaka í dömufríinu“ en hvergi er minnst á ástæður þess að konur lögðu niður störf. Þar kemur fram að bankastjórar Landsbankans hafi neyðst til að sjá sjálfir um afgreiðslustörf þegar konurnar gengu út. Þá hafi karlkyns starfsmenn Landsbankans við Laugaveg 77 gripið til þess að veifa hvítum fána, til tákns um uppgjöf, þegar konurnar lögðu niður störf þar sem konur skipuðu mikinn meirihluta starfsliðsins. Hjá Ríkissjónvarpinu þurftu karlkyns starfsmenn að passa börnin sem fylgdu feðrum sínum í vinnuna og það var enginn annar en Ómar Ragnarsson skemmtikraftur sem hafði ofan af fyrir börnunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00 Jöfn kjör 2068? - Vilja róttækari aðgerðir Í ár eru konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli. Hægt hefur gengið að vinna á launamuni kynjanna. Þær Ingibjörg Eyþórsdóttir, Silja Snædal og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vilja róttækari aðgerðir. 22. október 2016 11:00 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00
Jöfn kjör 2068? - Vilja róttækari aðgerðir Í ár eru konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli. Hægt hefur gengið að vinna á launamuni kynjanna. Þær Ingibjörg Eyþórsdóttir, Silja Snædal og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vilja róttækari aðgerðir. 22. október 2016 11:00