Lagði Tryggingamiðstöðina í dómsmáli sem varðaði banaslys vinar hans Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2016 19:11 Bifreiðin lenti utan vegar og valt í Langadal á Möðrudalsöræfum. Vísir/Loftmyndir.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina og bíleiganda til að greiða pilti skaðabætur að fjárhæð 8,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Málið á rætur að rekja til alvarlegs bílslyss sem varð að morgni 10. apríl 2011 þegar bifreið lenti utan vegar og valt í Langadal á Möðrudalsöræfum. Sá sem fór fram á skaðabætur frá Tryggingamiðstöðinni og bíleigandanum var farþegi í framsæti bifreiðarinnar þegar slysið varð en ökumaðurinn lést í slysinu. Fyrir dómi var deilt um það hvort sá slasaði hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að leyfa vini sínum að taka stjórn bílsins árla morguns, vitandi það að vinur hans hafði drukkið áfengi nokkrum klukkustundum áður. Bíllinn var í eigu föður hins látna en hann var vátryggður hjá Tryggingamiðstöðinni og því varð föður hins látna einnig stefnt í málinu þar sem ábyrgðartrygging bílsins var á hans nafni. Ekki var ágreiningur milli aðila um afleiðingar slyssins en ágreiningur var um það hvort Tryggingamiðstöðinni hefði verið heimilt að lækka bætur til hins slasaða þar sem hann hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að taka sér far með bifreið sem var ekið af manni sem hafði neytt áfengis nokkru áður.Höfðu ekið langa leið á ball Aðdragandi slyssins var sá að sá sem slasaðist og vinur hans og knattspyrnufélagi höfðu ákveðið að aka um 336 kílómetra leið, frá Neskaupstað til Akureyrar, að kvöldi 9. apríl 2011. Lögðu þeir af stað um kvöldmatarmleytið en í skýrslu lögreglu um málið kemur fram að sá sem slasaðist tók við akstri bifreiðarinnar af vini sínum um klukkan 21. Eftir það drakk vinur hans um fjóra til fimm hálfs lítra bjóra. Á tólfta tímanum komust þeir á áfangastað þar sem þeir lögðu bifreiðinni við skemmtistað þar sem haldinn var dansleikur. Sá sem slasaðist sagðist hafa fengið sér hálfan bjór fyrir utan, en orðið óglatt og ælt bjórnum og hafi eftir það ekki neytt áfengis um kvöldið eða nóttina. Á ballinu hittu þeir kunningja sem sat hjá þeim á meðan vinurinn dansaði við stúlku sem hann hafði kynnst.Vaknaði þegar bifreiðin valt Eftir að skemmtistaðnum hafði verið lokað síðar um nóttina sagðist sá sem slasaðist hafa lagt sig í bifreiðinni í 30 til 40 mínútur en um klukkan fimm um morguninn hafi hann ekið bifreiðinni austur sömu leið til baka og þeir komu. Hann sagðist hafa verið orðinn þreyttur þegar klukkan var um sex en þá hafi vinur hans tekið við akstrinum. Sá slasaði sofnaði fljótlega en vaknaði eftir að bifreiðin valt og fór út af veginum. Hann kom sér sjálfur út úr bifreiðinni og fann síma sinn eftir nokkra leit í vegkantinum. Hann hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið þegar klukkan var 06:45 þennan morgun. Hann var beðinn um að lýsa aðstæðum og fékk leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að skoða vin sinn, sem reyndist þá vera látinn. Skömmu síðar kom sjúkrabifreið á vettvang ásamt lögreglu og var hinn slasaði fluttur á sjúkrahús.Talið að vinurinn hafi dáið samstundis Um niðurstöður rannsóknar á slysinu segir að líkur séu á að ökumaður hafi sofnað við aksturinn. Talið er að hann hafi látist samstundis eða nánast samstundis. Með bréfi 2. desember 2013 upplýsti Tryggingamiðstöðin hinum slasaði að bótaréttur hans yrð skertur um tvo þriðju hluta vegna þess að hann hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa látið ölvuðum ökumanni eftir stjórn bifreiðarinnar. Sá slasaði skaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum sem taldi hann eiga rétt til bóta fyrir líkamstjón úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar en bætur skyldu takmarkast um helming vegna stórkostlegs gáleysis hans. Undi Tryggingamiðstöðin þeirri niðurstöðu um hækkun bóta.15 prósent örorka Læknar komust að þeirri niðurstöðu að varanleg örorka hins slasaði væri um 15 prósent eftir slysið en bætur vegna líkamstjóns voru gerðar upp á grundvelli fyrrnefndrar matsgerðar af Tryggingamiðstöðinni en dregin var frá bótunum fjárhæð sem nam 4,3 milljónum króna vegna meintrar eigin sakar þess sem slasaðist. Hann samþykkti uppgjörið með fyrirvara um mat á varanlegum afleiðingum slyssins, eigin sök og frádráttar vegna sjúkrakostnaðar en honum var veitt gjafsóknarleyfi og höfðaði hann í kjölfarið mál til heimtu fullra skaðabóta úr ábyrgðartryggingu ökutækisins vegna afleiðinga slyssins.Héraðsdómur taldi ekki um stórkostlegt gáleysi að ræða Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það mat Tryggingmiðstöðvar og úrskurðarnefndar vátryggingarmála að sá slasaði hefði sýnt af sér gáleysi svo stórkostlegt að það leiði til skerðingar á bótarétti hans. Dómurinn sagði að jafnvel þótt hinn slasaði hefði mátt gera sér grein fyrir því að óráðlegt væri að sitja í bifreið með pilti sem neytt hefði áfengis nokkrum klukkustundum fyrr og þeim möguleika að vínandamagn í blóði hans væri enn ofan löglegra marka, þá yrði því ekki slegið föstu að hann hefði átt að gera ráð fyrir því að sú áfengisneysla sem hann varð vitni að um kvöldið hefði þau áhrif á aksturshæfni árla morguns að mikil hætta væri samfara því að vinur hans tæki við stjórn bifreiðarinnar. „Í ljósi þess tiltölulega lága vínandamagns sem reyndist vera í blóði B er sá framburður stefnanda trúverðugur að á ökumanninum hafi ekki verið nein áfengisáhrif að sjá,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómsins. Var það því mat dómsins að hann hefði ekki sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og að hann verði ekki talinn meðvaldur af slysinu. „Á hann því rétt á að fá tjón sitt bætt að fullu og verða dómkröfur hans teknar til greina,“ segir í niðurstöðu dómsins.Sjá dóminn í heild hér. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina og bíleiganda til að greiða pilti skaðabætur að fjárhæð 8,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Málið á rætur að rekja til alvarlegs bílslyss sem varð að morgni 10. apríl 2011 þegar bifreið lenti utan vegar og valt í Langadal á Möðrudalsöræfum. Sá sem fór fram á skaðabætur frá Tryggingamiðstöðinni og bíleigandanum var farþegi í framsæti bifreiðarinnar þegar slysið varð en ökumaðurinn lést í slysinu. Fyrir dómi var deilt um það hvort sá slasaði hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að leyfa vini sínum að taka stjórn bílsins árla morguns, vitandi það að vinur hans hafði drukkið áfengi nokkrum klukkustundum áður. Bíllinn var í eigu föður hins látna en hann var vátryggður hjá Tryggingamiðstöðinni og því varð föður hins látna einnig stefnt í málinu þar sem ábyrgðartrygging bílsins var á hans nafni. Ekki var ágreiningur milli aðila um afleiðingar slyssins en ágreiningur var um það hvort Tryggingamiðstöðinni hefði verið heimilt að lækka bætur til hins slasaða þar sem hann hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að taka sér far með bifreið sem var ekið af manni sem hafði neytt áfengis nokkru áður.Höfðu ekið langa leið á ball Aðdragandi slyssins var sá að sá sem slasaðist og vinur hans og knattspyrnufélagi höfðu ákveðið að aka um 336 kílómetra leið, frá Neskaupstað til Akureyrar, að kvöldi 9. apríl 2011. Lögðu þeir af stað um kvöldmatarmleytið en í skýrslu lögreglu um málið kemur fram að sá sem slasaðist tók við akstri bifreiðarinnar af vini sínum um klukkan 21. Eftir það drakk vinur hans um fjóra til fimm hálfs lítra bjóra. Á tólfta tímanum komust þeir á áfangastað þar sem þeir lögðu bifreiðinni við skemmtistað þar sem haldinn var dansleikur. Sá sem slasaðist sagðist hafa fengið sér hálfan bjór fyrir utan, en orðið óglatt og ælt bjórnum og hafi eftir það ekki neytt áfengis um kvöldið eða nóttina. Á ballinu hittu þeir kunningja sem sat hjá þeim á meðan vinurinn dansaði við stúlku sem hann hafði kynnst.Vaknaði þegar bifreiðin valt Eftir að skemmtistaðnum hafði verið lokað síðar um nóttina sagðist sá sem slasaðist hafa lagt sig í bifreiðinni í 30 til 40 mínútur en um klukkan fimm um morguninn hafi hann ekið bifreiðinni austur sömu leið til baka og þeir komu. Hann sagðist hafa verið orðinn þreyttur þegar klukkan var um sex en þá hafi vinur hans tekið við akstrinum. Sá slasaði sofnaði fljótlega en vaknaði eftir að bifreiðin valt og fór út af veginum. Hann kom sér sjálfur út úr bifreiðinni og fann síma sinn eftir nokkra leit í vegkantinum. Hann hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið þegar klukkan var 06:45 þennan morgun. Hann var beðinn um að lýsa aðstæðum og fékk leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að skoða vin sinn, sem reyndist þá vera látinn. Skömmu síðar kom sjúkrabifreið á vettvang ásamt lögreglu og var hinn slasaði fluttur á sjúkrahús.Talið að vinurinn hafi dáið samstundis Um niðurstöður rannsóknar á slysinu segir að líkur séu á að ökumaður hafi sofnað við aksturinn. Talið er að hann hafi látist samstundis eða nánast samstundis. Með bréfi 2. desember 2013 upplýsti Tryggingamiðstöðin hinum slasaði að bótaréttur hans yrð skertur um tvo þriðju hluta vegna þess að hann hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa látið ölvuðum ökumanni eftir stjórn bifreiðarinnar. Sá slasaði skaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum sem taldi hann eiga rétt til bóta fyrir líkamstjón úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar en bætur skyldu takmarkast um helming vegna stórkostlegs gáleysis hans. Undi Tryggingamiðstöðin þeirri niðurstöðu um hækkun bóta.15 prósent örorka Læknar komust að þeirri niðurstöðu að varanleg örorka hins slasaði væri um 15 prósent eftir slysið en bætur vegna líkamstjóns voru gerðar upp á grundvelli fyrrnefndrar matsgerðar af Tryggingamiðstöðinni en dregin var frá bótunum fjárhæð sem nam 4,3 milljónum króna vegna meintrar eigin sakar þess sem slasaðist. Hann samþykkti uppgjörið með fyrirvara um mat á varanlegum afleiðingum slyssins, eigin sök og frádráttar vegna sjúkrakostnaðar en honum var veitt gjafsóknarleyfi og höfðaði hann í kjölfarið mál til heimtu fullra skaðabóta úr ábyrgðartryggingu ökutækisins vegna afleiðinga slyssins.Héraðsdómur taldi ekki um stórkostlegt gáleysi að ræða Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það mat Tryggingmiðstöðvar og úrskurðarnefndar vátryggingarmála að sá slasaði hefði sýnt af sér gáleysi svo stórkostlegt að það leiði til skerðingar á bótarétti hans. Dómurinn sagði að jafnvel þótt hinn slasaði hefði mátt gera sér grein fyrir því að óráðlegt væri að sitja í bifreið með pilti sem neytt hefði áfengis nokkrum klukkustundum fyrr og þeim möguleika að vínandamagn í blóði hans væri enn ofan löglegra marka, þá yrði því ekki slegið föstu að hann hefði átt að gera ráð fyrir því að sú áfengisneysla sem hann varð vitni að um kvöldið hefði þau áhrif á aksturshæfni árla morguns að mikil hætta væri samfara því að vinur hans tæki við stjórn bifreiðarinnar. „Í ljósi þess tiltölulega lága vínandamagns sem reyndist vera í blóði B er sá framburður stefnanda trúverðugur að á ökumanninum hafi ekki verið nein áfengisáhrif að sjá,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómsins. Var það því mat dómsins að hann hefði ekki sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og að hann verði ekki talinn meðvaldur af slysinu. „Á hann því rétt á að fá tjón sitt bætt að fullu og verða dómkröfur hans teknar til greina,“ segir í niðurstöðu dómsins.Sjá dóminn í heild hér.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira