Frambjóðendur þræða vinnustaði og verslunarmiðstöðvar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2016 22:30 MYND/Eyþór Frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum hafa síðustu vikurnar þrætt vinnustaði og verslunarmiðstöðvar í von um að heilla kjósendur. Í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, tóku frambjóðendur flokksins í dag á móti nemendum við Fjölbrautaskólann í Ármúla og ræddum við þá um kosningarnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, fékk þó nokkrar spurningar frá nemendunum. Kosningabaráttu fylgir því að hitta fjölda fólks og segist Guðlaugur ekki hafa tölu á hversu mörgum hann hafi heilsað með handabandi síðustu vikurnar. Hann hefur orðið var við vaxandi áhuga á kosningunum síðustu dag. „Mér finnst núna áhuginn á þessum kosningum virkilega vera að vakna,“ segir Guðlaugur. Í matsal Neyðarlínunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð ræddu frambjóðendur Vinstri-grænna við kjósendur í dag. Kolbeinn Óttarsson Proppé, frambjóðandi Vinstri-grænna, segir kjósendum ófeimna að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr. „Alls konar spurningar. Allt frá af hverju ætti ég að treysta ykkur pólitíkusarnir ykkar, það er aldrei hægt að treysta ykkur og yfir í bara, sem er mjög fínt að fá líka sko, og yfir í skýrt afmarkaðar spurningar um stefnu okkar eða hérna einhverja þætti í samfélagsmálum sem brennur á fólki,“ segir Kolbeinn. Í göngugötunni í Mjóddinni ræddi Nichole Leigh Mosty, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður, við kjósendur. Hún segir flesta hafa tekið sér vel. „Ég náttúrulega á heima hérna og það er mjög auðvelt að tala við fólk sem er hér og hlusta og það er kannski það mikilvægasta sem gerist þegar við erum úti á vettvangi,“ segir Nichole. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum hafa síðustu vikurnar þrætt vinnustaði og verslunarmiðstöðvar í von um að heilla kjósendur. Í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, tóku frambjóðendur flokksins í dag á móti nemendum við Fjölbrautaskólann í Ármúla og ræddum við þá um kosningarnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, fékk þó nokkrar spurningar frá nemendunum. Kosningabaráttu fylgir því að hitta fjölda fólks og segist Guðlaugur ekki hafa tölu á hversu mörgum hann hafi heilsað með handabandi síðustu vikurnar. Hann hefur orðið var við vaxandi áhuga á kosningunum síðustu dag. „Mér finnst núna áhuginn á þessum kosningum virkilega vera að vakna,“ segir Guðlaugur. Í matsal Neyðarlínunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð ræddu frambjóðendur Vinstri-grænna við kjósendur í dag. Kolbeinn Óttarsson Proppé, frambjóðandi Vinstri-grænna, segir kjósendum ófeimna að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr. „Alls konar spurningar. Allt frá af hverju ætti ég að treysta ykkur pólitíkusarnir ykkar, það er aldrei hægt að treysta ykkur og yfir í bara, sem er mjög fínt að fá líka sko, og yfir í skýrt afmarkaðar spurningar um stefnu okkar eða hérna einhverja þætti í samfélagsmálum sem brennur á fólki,“ segir Kolbeinn. Í göngugötunni í Mjóddinni ræddi Nichole Leigh Mosty, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður, við kjósendur. Hún segir flesta hafa tekið sér vel. „Ég náttúrulega á heima hérna og það er mjög auðvelt að tala við fólk sem er hér og hlusta og það er kannski það mikilvægasta sem gerist þegar við erum úti á vettvangi,“ segir Nichole.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira