Málið snýr að öllu eldi í sjó Svavar Hávarðsson skrifar 15. október 2016 07:00 Málið snýst um vernd villta íslenska laxins. Mynd/Þröstur Elliðason Mál sem hópur hagsmunaaðila, þar á meðal eigendur laxveiðiréttar norðan- og vestanlands, hyggst höfða gegn fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi vegna starfsleyfis þess til sjókvíaeldis í Arnarfirði, snýr bæði að stjórnsýslu við leyfisveitinguna og að eldinu sjálfu – sem er gagnrýnt harkalega vegna hugsanlegra áhrifa þess á villta íslenska laxastofna. Málið er einstakt hérlendis og varðar víðtækari hagsmuni en eru venjulega undir í dómsmálum hérlendis. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður málsóknarfélagsins, segir að ekki sé hægt að gefa fulla mynd af einstökum þáttum málsins strax – það muni skýrast þegar málið verður þingfest, sem Jón Steinar væntir að verði fyrir mánaðarlok. Annars vegar segir Jón Steinar að málið snúist um formsástæður, þar eð stjórnsýsluna í kringum leyfisveitinguna þar sem stofnanir ríkisins verða til varnar. Ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og útgáfu starfsleyfisins. „Stærri þáttur málsins er hinn efnislegi og er hvort það hafi verið uppfylltar lagalegar forsendur til að leyfa þetta yfirhöfuð, og svo kemur inn það tjón sem menn telja að geti orðið á hagsmunum annarra vegna áhrifa sem það getur haft á villta íslenska laxinn að ala hér norskan laxastofn,“ segir Jón Steinar en meðal þeirra hagsmunaaðila sem standa að málsóknarfélaginu eru eigendur Haffjarðarár á Snæfellsnesi, veiðifélag Laxár í Ásum og veiðiréttarhafar í Bakkadal og Fífustaðadal.Jón Steinar GunnlaugssonJón Steinar viðurkennir að þó þetta einstaka mál snúist um starfsleyfi Arnarlax til eldis í Arnarfirði, þá varði það beint og óbeint sjókvíaeldi annarra fyrirtækja sem ala norska laxakynið í sjó hér við land. „Þori ég að segja að þetta sé bara fyrsta málið; ég held að það sé fyrirsjáanlegt,“ segir Jón Steinar. „Það er margt annað á döfinni og menn eru staðráðnir í að láta á það reyna, í þeim tilvikum sem upp koma, hvort þessi áform öll standist skoðun. Þess vegna kunna að vera allmörg mál í farvatninu,“ segir hann. Jón Steinar viðurkennir að það sé við ramman reip að draga – að baki eldisfyrirtækjunum séu fjársterkir aðilar. „Málið er nýstárlegt í réttarsögunni, mál hafa ekki verið höfðuð áður hér með þessum hætti. Þetta eru víðtækari hagsmunir en eru venjulega í dómsmálum og snerta náttúruvernd í stóru samhengi um allt land. Fordæmisgildi þessa máls getur einnig verið mikið – bæði í samhengi við sjóeldið en jafnframt nýtingu auðlinda almennt séð í framtíðinni.“Leyfi fyrir 10.000 tonnumÍ maíbyrjun 2016 gaf Matvælastofnun út nýtt rekstrarleyfi til Arnarlax hf. vegna fiskeldis í Arnarfirði. Fyrra rekstrarleyfi sem Fiskistofa gaf út heimilaði framleiðslu á 3.000 tonnum af laxi í sjókvíum á ári en nýja leyfið heimilar allt að 10.000 tonna ársframleiðslu. Heimild: MatvælastofnunFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gæti skapað allt að 90 ný störf "Við höfum í hyggju að rækta 20 þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Við gerum ráð fyrir að þegar allt verður komið í botn hjá okkur verðum við með 60 til 90 manns í vinnu hjá okkur beint við eldið. Svo á eftir að telja afleidd störf,“ segir Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. 14. október 2016 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Mál sem hópur hagsmunaaðila, þar á meðal eigendur laxveiðiréttar norðan- og vestanlands, hyggst höfða gegn fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi vegna starfsleyfis þess til sjókvíaeldis í Arnarfirði, snýr bæði að stjórnsýslu við leyfisveitinguna og að eldinu sjálfu – sem er gagnrýnt harkalega vegna hugsanlegra áhrifa þess á villta íslenska laxastofna. Málið er einstakt hérlendis og varðar víðtækari hagsmuni en eru venjulega undir í dómsmálum hérlendis. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður málsóknarfélagsins, segir að ekki sé hægt að gefa fulla mynd af einstökum þáttum málsins strax – það muni skýrast þegar málið verður þingfest, sem Jón Steinar væntir að verði fyrir mánaðarlok. Annars vegar segir Jón Steinar að málið snúist um formsástæður, þar eð stjórnsýsluna í kringum leyfisveitinguna þar sem stofnanir ríkisins verða til varnar. Ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og útgáfu starfsleyfisins. „Stærri þáttur málsins er hinn efnislegi og er hvort það hafi verið uppfylltar lagalegar forsendur til að leyfa þetta yfirhöfuð, og svo kemur inn það tjón sem menn telja að geti orðið á hagsmunum annarra vegna áhrifa sem það getur haft á villta íslenska laxinn að ala hér norskan laxastofn,“ segir Jón Steinar en meðal þeirra hagsmunaaðila sem standa að málsóknarfélaginu eru eigendur Haffjarðarár á Snæfellsnesi, veiðifélag Laxár í Ásum og veiðiréttarhafar í Bakkadal og Fífustaðadal.Jón Steinar GunnlaugssonJón Steinar viðurkennir að þó þetta einstaka mál snúist um starfsleyfi Arnarlax til eldis í Arnarfirði, þá varði það beint og óbeint sjókvíaeldi annarra fyrirtækja sem ala norska laxakynið í sjó hér við land. „Þori ég að segja að þetta sé bara fyrsta málið; ég held að það sé fyrirsjáanlegt,“ segir Jón Steinar. „Það er margt annað á döfinni og menn eru staðráðnir í að láta á það reyna, í þeim tilvikum sem upp koma, hvort þessi áform öll standist skoðun. Þess vegna kunna að vera allmörg mál í farvatninu,“ segir hann. Jón Steinar viðurkennir að það sé við ramman reip að draga – að baki eldisfyrirtækjunum séu fjársterkir aðilar. „Málið er nýstárlegt í réttarsögunni, mál hafa ekki verið höfðuð áður hér með þessum hætti. Þetta eru víðtækari hagsmunir en eru venjulega í dómsmálum og snerta náttúruvernd í stóru samhengi um allt land. Fordæmisgildi þessa máls getur einnig verið mikið – bæði í samhengi við sjóeldið en jafnframt nýtingu auðlinda almennt séð í framtíðinni.“Leyfi fyrir 10.000 tonnumÍ maíbyrjun 2016 gaf Matvælastofnun út nýtt rekstrarleyfi til Arnarlax hf. vegna fiskeldis í Arnarfirði. Fyrra rekstrarleyfi sem Fiskistofa gaf út heimilaði framleiðslu á 3.000 tonnum af laxi í sjókvíum á ári en nýja leyfið heimilar allt að 10.000 tonna ársframleiðslu. Heimild: MatvælastofnunFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gæti skapað allt að 90 ný störf "Við höfum í hyggju að rækta 20 þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Við gerum ráð fyrir að þegar allt verður komið í botn hjá okkur verðum við með 60 til 90 manns í vinnu hjá okkur beint við eldið. Svo á eftir að telja afleidd störf,“ segir Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. 14. október 2016 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Gæti skapað allt að 90 ný störf "Við höfum í hyggju að rækta 20 þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Við gerum ráð fyrir að þegar allt verður komið í botn hjá okkur verðum við með 60 til 90 manns í vinnu hjá okkur beint við eldið. Svo á eftir að telja afleidd störf,“ segir Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. 14. október 2016 07:00