Málið snýr að öllu eldi í sjó Svavar Hávarðsson skrifar 15. október 2016 07:00 Málið snýst um vernd villta íslenska laxins. Mynd/Þröstur Elliðason Mál sem hópur hagsmunaaðila, þar á meðal eigendur laxveiðiréttar norðan- og vestanlands, hyggst höfða gegn fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi vegna starfsleyfis þess til sjókvíaeldis í Arnarfirði, snýr bæði að stjórnsýslu við leyfisveitinguna og að eldinu sjálfu – sem er gagnrýnt harkalega vegna hugsanlegra áhrifa þess á villta íslenska laxastofna. Málið er einstakt hérlendis og varðar víðtækari hagsmuni en eru venjulega undir í dómsmálum hérlendis. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður málsóknarfélagsins, segir að ekki sé hægt að gefa fulla mynd af einstökum þáttum málsins strax – það muni skýrast þegar málið verður þingfest, sem Jón Steinar væntir að verði fyrir mánaðarlok. Annars vegar segir Jón Steinar að málið snúist um formsástæður, þar eð stjórnsýsluna í kringum leyfisveitinguna þar sem stofnanir ríkisins verða til varnar. Ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og útgáfu starfsleyfisins. „Stærri þáttur málsins er hinn efnislegi og er hvort það hafi verið uppfylltar lagalegar forsendur til að leyfa þetta yfirhöfuð, og svo kemur inn það tjón sem menn telja að geti orðið á hagsmunum annarra vegna áhrifa sem það getur haft á villta íslenska laxinn að ala hér norskan laxastofn,“ segir Jón Steinar en meðal þeirra hagsmunaaðila sem standa að málsóknarfélaginu eru eigendur Haffjarðarár á Snæfellsnesi, veiðifélag Laxár í Ásum og veiðiréttarhafar í Bakkadal og Fífustaðadal.Jón Steinar GunnlaugssonJón Steinar viðurkennir að þó þetta einstaka mál snúist um starfsleyfi Arnarlax til eldis í Arnarfirði, þá varði það beint og óbeint sjókvíaeldi annarra fyrirtækja sem ala norska laxakynið í sjó hér við land. „Þori ég að segja að þetta sé bara fyrsta málið; ég held að það sé fyrirsjáanlegt,“ segir Jón Steinar. „Það er margt annað á döfinni og menn eru staðráðnir í að láta á það reyna, í þeim tilvikum sem upp koma, hvort þessi áform öll standist skoðun. Þess vegna kunna að vera allmörg mál í farvatninu,“ segir hann. Jón Steinar viðurkennir að það sé við ramman reip að draga – að baki eldisfyrirtækjunum séu fjársterkir aðilar. „Málið er nýstárlegt í réttarsögunni, mál hafa ekki verið höfðuð áður hér með þessum hætti. Þetta eru víðtækari hagsmunir en eru venjulega í dómsmálum og snerta náttúruvernd í stóru samhengi um allt land. Fordæmisgildi þessa máls getur einnig verið mikið – bæði í samhengi við sjóeldið en jafnframt nýtingu auðlinda almennt séð í framtíðinni.“Leyfi fyrir 10.000 tonnumÍ maíbyrjun 2016 gaf Matvælastofnun út nýtt rekstrarleyfi til Arnarlax hf. vegna fiskeldis í Arnarfirði. Fyrra rekstrarleyfi sem Fiskistofa gaf út heimilaði framleiðslu á 3.000 tonnum af laxi í sjókvíum á ári en nýja leyfið heimilar allt að 10.000 tonna ársframleiðslu. Heimild: MatvælastofnunFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gæti skapað allt að 90 ný störf "Við höfum í hyggju að rækta 20 þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Við gerum ráð fyrir að þegar allt verður komið í botn hjá okkur verðum við með 60 til 90 manns í vinnu hjá okkur beint við eldið. Svo á eftir að telja afleidd störf,“ segir Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. 14. október 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Mál sem hópur hagsmunaaðila, þar á meðal eigendur laxveiðiréttar norðan- og vestanlands, hyggst höfða gegn fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi vegna starfsleyfis þess til sjókvíaeldis í Arnarfirði, snýr bæði að stjórnsýslu við leyfisveitinguna og að eldinu sjálfu – sem er gagnrýnt harkalega vegna hugsanlegra áhrifa þess á villta íslenska laxastofna. Málið er einstakt hérlendis og varðar víðtækari hagsmuni en eru venjulega undir í dómsmálum hérlendis. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður málsóknarfélagsins, segir að ekki sé hægt að gefa fulla mynd af einstökum þáttum málsins strax – það muni skýrast þegar málið verður þingfest, sem Jón Steinar væntir að verði fyrir mánaðarlok. Annars vegar segir Jón Steinar að málið snúist um formsástæður, þar eð stjórnsýsluna í kringum leyfisveitinguna þar sem stofnanir ríkisins verða til varnar. Ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og útgáfu starfsleyfisins. „Stærri þáttur málsins er hinn efnislegi og er hvort það hafi verið uppfylltar lagalegar forsendur til að leyfa þetta yfirhöfuð, og svo kemur inn það tjón sem menn telja að geti orðið á hagsmunum annarra vegna áhrifa sem það getur haft á villta íslenska laxinn að ala hér norskan laxastofn,“ segir Jón Steinar en meðal þeirra hagsmunaaðila sem standa að málsóknarfélaginu eru eigendur Haffjarðarár á Snæfellsnesi, veiðifélag Laxár í Ásum og veiðiréttarhafar í Bakkadal og Fífustaðadal.Jón Steinar GunnlaugssonJón Steinar viðurkennir að þó þetta einstaka mál snúist um starfsleyfi Arnarlax til eldis í Arnarfirði, þá varði það beint og óbeint sjókvíaeldi annarra fyrirtækja sem ala norska laxakynið í sjó hér við land. „Þori ég að segja að þetta sé bara fyrsta málið; ég held að það sé fyrirsjáanlegt,“ segir Jón Steinar. „Það er margt annað á döfinni og menn eru staðráðnir í að láta á það reyna, í þeim tilvikum sem upp koma, hvort þessi áform öll standist skoðun. Þess vegna kunna að vera allmörg mál í farvatninu,“ segir hann. Jón Steinar viðurkennir að það sé við ramman reip að draga – að baki eldisfyrirtækjunum séu fjársterkir aðilar. „Málið er nýstárlegt í réttarsögunni, mál hafa ekki verið höfðuð áður hér með þessum hætti. Þetta eru víðtækari hagsmunir en eru venjulega í dómsmálum og snerta náttúruvernd í stóru samhengi um allt land. Fordæmisgildi þessa máls getur einnig verið mikið – bæði í samhengi við sjóeldið en jafnframt nýtingu auðlinda almennt séð í framtíðinni.“Leyfi fyrir 10.000 tonnumÍ maíbyrjun 2016 gaf Matvælastofnun út nýtt rekstrarleyfi til Arnarlax hf. vegna fiskeldis í Arnarfirði. Fyrra rekstrarleyfi sem Fiskistofa gaf út heimilaði framleiðslu á 3.000 tonnum af laxi í sjókvíum á ári en nýja leyfið heimilar allt að 10.000 tonna ársframleiðslu. Heimild: MatvælastofnunFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gæti skapað allt að 90 ný störf "Við höfum í hyggju að rækta 20 þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Við gerum ráð fyrir að þegar allt verður komið í botn hjá okkur verðum við með 60 til 90 manns í vinnu hjá okkur beint við eldið. Svo á eftir að telja afleidd störf,“ segir Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. 14. október 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Gæti skapað allt að 90 ný störf "Við höfum í hyggju að rækta 20 þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi. Við gerum ráð fyrir að þegar allt verður komið í botn hjá okkur verðum við með 60 til 90 manns í vinnu hjá okkur beint við eldið. Svo á eftir að telja afleidd störf,“ segir Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. 14. október 2016 07:00