Innlent

Nafn mannsins sem lést á Snæfellsnesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Oddur var 38 ára að aldri, fæddur 18. september 1978. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn.
Oddur var 38 ára að aldri, fæddur 18. september 1978. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn. Vísir
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Snæfellsnesi um liðna helgi hét Oddur Haraldsson. Hann var búsettur að Litla-Kambi í Snæfellsbæ. 

Oddur lést þegar bíll hans valt á Útnesvegi skammt austan við Arnarstapa um upp úr klukkan tólf aðfaranótt sunnudags. Kona sem einnig var í bílnum var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann og var á gjörgæslu síðast þegar fréttist.

Oddur var 38 ára að aldri, fæddur 18. september 1978. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

 


Tengdar fréttir

Banaslys á Snæfellsnesi

Karlmaður lést í bílveltu á Útnesvegi skammt austan við Arnarstapa í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×