Tilfinningaþrungin kveðjustund í Ráðhúsinu: „Fannst ég rosalega töff að þora að vera ósammála Femínista Íslands“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2016 10:29 „Í kvöld kvaddi ég pólitíkus. Mér leið eins og ég væri í jarðarför og ég lýg engu þegar ég segist hafa grenjað úr mér augun við öll tilfelli þar sem ég hef þurft að horfast í augu við þetta brotthvarf,“ segir Hildur (til hægri) um brotthvar Sóleyjar. Vísir Sóley Tómasdóttir lauk í gær störfum hjá Reykjavíkurborg og hverfur af vettvangi íslenskra stjórnmála, í bili að minnsta kosti, eftir áratug í starfi sem varaborgarfulltrúi og síðar borgarfulltrúi. Þá hefur hún gegnt stöðu forseta borgarstjórnar en flyst nú búferlum til Hollands ásamt fjölskyldu sinni. Brotthvarf Sóleyjar lá fyrir í maí en ljóst er að yfirvofandi brottför hennar hefur tekið mikið á vinkonu hennar, Hildi Lilliendahl, sem starfað hefur með Sóleyju hjá borginni undanfarin ár. Hildur, sem farið hefur mikinn í réttindabaráttu kvenna hér á landi eins og Sóley undanfarin misseri, skrifaði vægast sagt tilfinningaþrunginn pistil í tilefni af kveðjustund þeirra í gær. Hildur segir glatað að fá aldrei að lesa sínar eigin minningargreinar þannig að hún hafi ákveðið að skrifa eina slíka um Sóleyju sem sé hugrakkasti íslenski pólitíkus sem hún hafi kynnst. Grenjað reglulega úr sér augun „Í kvöld kvaddi ég pólitíkus. Mér leið eins og ég væri í jarðarför og ég lýg engu þegar ég segist hafa grenjað úr mér augun við öll tilfelli þar sem ég hef þurft að horfast í augu við þetta brotthvarf,“ segir Hildur. „Saga okkar er dáldið flókin, að minnsta kosti þegar ég fæ tækifæri til að segja hana. Áður en ég hóf störf hjá borginni fyrir trilljón árum hafði ég, eins og allur heimurinn, allskonar skoðanir á henni. Hún var stundum of lítill femínisti fyrir minn smekk og stundum of mikill femínisti. Stundum of róttæk og stundum of borgaraleg. Stundum dáldið vitlaus og oft asnalega mikið leiðinleg. Ég var dugleg við að vera ósammála henni í femínískum rökræðum og mér, litlu vitlausu brjáluðu mér, fannst ég rosalega töff að þora að vera ósammála Femínista Íslands. Little did I know um það hlutverk. Það kom síðar, þökk sé konum eins og henni. Kannski aðallega henni.“ Hildur segir Sóleyju ekki kannast við að hafa tekið henni kuldalega þegar þær hittust í fyrsta skipti sumarið 2008 er Hildur hóf störf hjá borginni, þar sem hún hefur starfað síðan.Missti smá þvag „Blaut á bakvið eyrun, meðvirk, ung og skíthrædd, í partíi í Tjarnargötuportinu svokallaða. En þannig var það nú samt. Hún tók þéttingsfast en stutt í höndina á mér, brosti sannarlega ekki, en sagði hvasst eitthvað á borð við „Jújú, við vitum hvor af annarri. Gaman að hitta þig.“ Ég missti smá þvag.“ Hildur segist hafa fótað sig áfram á þessum framandi fullorðinsvinnustað og lengi vel verið logandi hrædd við Sóleyju. „Ekki síst vegna þess að ég áttaði mig ansi fljótt á því, sem ég hafði ekki haft hugmynd um áður, hvað hún er ljóngáfuð. Og eins og það væri ekki nóg, þá var samstarfsfólk mitt allt að því ástfangið af henni, alveg sama hvar það stóð í pólitík eða gagnvart femínisma. Hún virtist hafa, á þeim tveimur árum sem hún hafði verið varaborgarfulltrúi áður en ég kom í Ráðhúsið, unnið ólíklegasta fólk á sitt band með sannfæringarkrafti, gáfum og persónutöfrum. Það tók mig dágóðan tíma að skilja nokkuð af þessu.“Gekk á ýmsu Hildur lýsir því hvernig þær hafi með tímanum kynnst betur og farið að vinna náið saman, innan sem utan veggja Ráðhússins. Þeim hafi stundum lent saman, hlutir komið upp sem reynt hafi verið að leysa og það stundum tekist, stundum ekki. Á ýmsu gekk og þær ekki orðið almennilega nánar. „Okkur tókst ekki að verða beinlínis vinkonur og mér tókst ekki að skilja nema rétt á yfirborðinu hvaða þýðingu hún og verk hennar hafa raunverulega haft.“ Það hafi verið fyrst í fyrra, þegar þær unnu saman að því að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með jafnmörgum viðburðum, að sambandið varð nánara með samstarfinu. „Og fyrir þann tíma verð ég eilíflega þakklát af því að það var þannig sem við urðum vinkonur og ég fattaði loksins hvernig hún vinnur og hvað hún hefur þýtt fyrir pólitíkina og þetta samfélag sem mér tókst að verða aktívisti í á eftir henni.“Fjölmiðlaógeð og fjölmiðlahamingja Hildur segir að Sóley hafi einstakt lag á því að fá sínu fram án þess þó að gera það á ósvífinn eða óheiðarlegan hátt. Það sé hins vegar hvað hún sé skemmtileg og klár sem hafi laðað hana mest að sér. „Og ég held að sameiginlegi reynsluheimurinn okkar af því að vera Femínisti Íslands, öllu fjölmiðlaógeðinu og allri fjölmiðlahamingjunni og öllum þessum klikkuðu fylgifiskum, sem almennt þagga niður í konum OG endar í áfallastreituröskun og geðlyfjum og sálfræðimeðferð og allskonar, hafi endanlega verið það sem bjó til órjúfanlegan streng milli okkar. Það eru ekki margar konur sem hafa verið í sporunum okkar í eins langan tíma og við tvær. Konur gerðu þetta á undan henni og hún gerði það á undan mér.“ Öllum sem lesa pistil Hildar dylst ekki að kveðjustundin hefur verið erfið. Hildur lýsir því einmitt að hún minnist þess ekki að hafa átt vinkonu sem hafi átt eins auðvelt með að láta sig fara að gráta með augnaráði og faðmlagi á réttum augnablikum.„Ég elska þig!“ „Í kvöld kvaddi ég ekki vinkonu mína. Hún heldur áfram að vera vinkona mín, á því leikur enginn vafi. Ég kvaddi ekki jarðýtuna sem gerði mér kleift að verða jarðýtan sem ég varð. Hún heldur líka áfram að vera þarna. Ég kvaddi ekki fyrirmyndina mína, sem ég fattaði hundrað árum of seint að ætti að vera fyrirmyndin mín. Hún heldur áfram að vera fyrirmyndin mín. Ég kvaddi ekki einu sinni samstarfskonu, hún fullvissaði mig um það þegar ég fór að grenja á trúnóinu um að hún ætlaði að hætta í pólitík að við myndum svo sannarlega vinna saman í framtíðinni að einhverju merkilegu. Ég kvaddi ekki stuðningskonuna mína sem sagði mér grenjandi í kvöld að ég ætti að sjá um að bjarga Íslandi, það þyrfti að redda sjitti í Hollandi líka.“ Póstur Hildar hefur vakið mikla athygli og eðli málsins samkvæmt er Sóley sjálf djúpt snortin. „Hvað get ég sagt? Annað en þetta: Ég elska þig!“ svarar Sóley sem mun nema uppeldisfræði í Hollandi þar sem eiginmaður hennar mun starfa hjá hollensku útibúi Marels. Líf Magneudóttir leysir Sóleyju af í borgarráði og tekur sæti hennar í borgarstjórn. Þá er hún sömuleiðis nýr forseti borgarstjórnar eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Elín Oddný Sigurðardóttir tekur við af Sóleyju sem formaður Mannréttindaráðs borgarinnar en töluverða athygli vakti þegar Sóley tók óvænt við formennsku í ráðinu í óþökk Lífar í desember síðastliðnum en Líf gegndi þá formennsku í ráðinu. Tengdar fréttir Líf vill horfa fram á veginn þrátt fyrir útspil Sóleyjar Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni,“ segir í diplómatískri yfirlýsingu Lífar. 2. desember 2015 14:03 Sóley Tómasdóttir flýgur á milli landa til að sækja fundi "Ég mun standa mína plikt þangað til ég fer. Það eru mjög fáir borgarfulltrúar sem hafa mætt jafn vel og ég á þá fundi sem þeim ber að mæta á,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem mun láta af störfum tuttugasta september næstkomandi þegar hún flytur til Hollands. 17. ágúst 2016 10:00 Líf orðin forseti borgarstjórnar "Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt. Ég er hins vegar ekki í pólitík fyrir vegtyllurnar heldur til þess að hafa áhrif og vinna að markmiðum Vinstri grænna og framfylgja meirihlutasáttmálanum okkar,“ segir Líf. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sóley Tómasdóttir lauk í gær störfum hjá Reykjavíkurborg og hverfur af vettvangi íslenskra stjórnmála, í bili að minnsta kosti, eftir áratug í starfi sem varaborgarfulltrúi og síðar borgarfulltrúi. Þá hefur hún gegnt stöðu forseta borgarstjórnar en flyst nú búferlum til Hollands ásamt fjölskyldu sinni. Brotthvarf Sóleyjar lá fyrir í maí en ljóst er að yfirvofandi brottför hennar hefur tekið mikið á vinkonu hennar, Hildi Lilliendahl, sem starfað hefur með Sóleyju hjá borginni undanfarin ár. Hildur, sem farið hefur mikinn í réttindabaráttu kvenna hér á landi eins og Sóley undanfarin misseri, skrifaði vægast sagt tilfinningaþrunginn pistil í tilefni af kveðjustund þeirra í gær. Hildur segir glatað að fá aldrei að lesa sínar eigin minningargreinar þannig að hún hafi ákveðið að skrifa eina slíka um Sóleyju sem sé hugrakkasti íslenski pólitíkus sem hún hafi kynnst. Grenjað reglulega úr sér augun „Í kvöld kvaddi ég pólitíkus. Mér leið eins og ég væri í jarðarför og ég lýg engu þegar ég segist hafa grenjað úr mér augun við öll tilfelli þar sem ég hef þurft að horfast í augu við þetta brotthvarf,“ segir Hildur. „Saga okkar er dáldið flókin, að minnsta kosti þegar ég fæ tækifæri til að segja hana. Áður en ég hóf störf hjá borginni fyrir trilljón árum hafði ég, eins og allur heimurinn, allskonar skoðanir á henni. Hún var stundum of lítill femínisti fyrir minn smekk og stundum of mikill femínisti. Stundum of róttæk og stundum of borgaraleg. Stundum dáldið vitlaus og oft asnalega mikið leiðinleg. Ég var dugleg við að vera ósammála henni í femínískum rökræðum og mér, litlu vitlausu brjáluðu mér, fannst ég rosalega töff að þora að vera ósammála Femínista Íslands. Little did I know um það hlutverk. Það kom síðar, þökk sé konum eins og henni. Kannski aðallega henni.“ Hildur segir Sóleyju ekki kannast við að hafa tekið henni kuldalega þegar þær hittust í fyrsta skipti sumarið 2008 er Hildur hóf störf hjá borginni, þar sem hún hefur starfað síðan.Missti smá þvag „Blaut á bakvið eyrun, meðvirk, ung og skíthrædd, í partíi í Tjarnargötuportinu svokallaða. En þannig var það nú samt. Hún tók þéttingsfast en stutt í höndina á mér, brosti sannarlega ekki, en sagði hvasst eitthvað á borð við „Jújú, við vitum hvor af annarri. Gaman að hitta þig.“ Ég missti smá þvag.“ Hildur segist hafa fótað sig áfram á þessum framandi fullorðinsvinnustað og lengi vel verið logandi hrædd við Sóleyju. „Ekki síst vegna þess að ég áttaði mig ansi fljótt á því, sem ég hafði ekki haft hugmynd um áður, hvað hún er ljóngáfuð. Og eins og það væri ekki nóg, þá var samstarfsfólk mitt allt að því ástfangið af henni, alveg sama hvar það stóð í pólitík eða gagnvart femínisma. Hún virtist hafa, á þeim tveimur árum sem hún hafði verið varaborgarfulltrúi áður en ég kom í Ráðhúsið, unnið ólíklegasta fólk á sitt band með sannfæringarkrafti, gáfum og persónutöfrum. Það tók mig dágóðan tíma að skilja nokkuð af þessu.“Gekk á ýmsu Hildur lýsir því hvernig þær hafi með tímanum kynnst betur og farið að vinna náið saman, innan sem utan veggja Ráðhússins. Þeim hafi stundum lent saman, hlutir komið upp sem reynt hafi verið að leysa og það stundum tekist, stundum ekki. Á ýmsu gekk og þær ekki orðið almennilega nánar. „Okkur tókst ekki að verða beinlínis vinkonur og mér tókst ekki að skilja nema rétt á yfirborðinu hvaða þýðingu hún og verk hennar hafa raunverulega haft.“ Það hafi verið fyrst í fyrra, þegar þær unnu saman að því að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með jafnmörgum viðburðum, að sambandið varð nánara með samstarfinu. „Og fyrir þann tíma verð ég eilíflega þakklát af því að það var þannig sem við urðum vinkonur og ég fattaði loksins hvernig hún vinnur og hvað hún hefur þýtt fyrir pólitíkina og þetta samfélag sem mér tókst að verða aktívisti í á eftir henni.“Fjölmiðlaógeð og fjölmiðlahamingja Hildur segir að Sóley hafi einstakt lag á því að fá sínu fram án þess þó að gera það á ósvífinn eða óheiðarlegan hátt. Það sé hins vegar hvað hún sé skemmtileg og klár sem hafi laðað hana mest að sér. „Og ég held að sameiginlegi reynsluheimurinn okkar af því að vera Femínisti Íslands, öllu fjölmiðlaógeðinu og allri fjölmiðlahamingjunni og öllum þessum klikkuðu fylgifiskum, sem almennt þagga niður í konum OG endar í áfallastreituröskun og geðlyfjum og sálfræðimeðferð og allskonar, hafi endanlega verið það sem bjó til órjúfanlegan streng milli okkar. Það eru ekki margar konur sem hafa verið í sporunum okkar í eins langan tíma og við tvær. Konur gerðu þetta á undan henni og hún gerði það á undan mér.“ Öllum sem lesa pistil Hildar dylst ekki að kveðjustundin hefur verið erfið. Hildur lýsir því einmitt að hún minnist þess ekki að hafa átt vinkonu sem hafi átt eins auðvelt með að láta sig fara að gráta með augnaráði og faðmlagi á réttum augnablikum.„Ég elska þig!“ „Í kvöld kvaddi ég ekki vinkonu mína. Hún heldur áfram að vera vinkona mín, á því leikur enginn vafi. Ég kvaddi ekki jarðýtuna sem gerði mér kleift að verða jarðýtan sem ég varð. Hún heldur líka áfram að vera þarna. Ég kvaddi ekki fyrirmyndina mína, sem ég fattaði hundrað árum of seint að ætti að vera fyrirmyndin mín. Hún heldur áfram að vera fyrirmyndin mín. Ég kvaddi ekki einu sinni samstarfskonu, hún fullvissaði mig um það þegar ég fór að grenja á trúnóinu um að hún ætlaði að hætta í pólitík að við myndum svo sannarlega vinna saman í framtíðinni að einhverju merkilegu. Ég kvaddi ekki stuðningskonuna mína sem sagði mér grenjandi í kvöld að ég ætti að sjá um að bjarga Íslandi, það þyrfti að redda sjitti í Hollandi líka.“ Póstur Hildar hefur vakið mikla athygli og eðli málsins samkvæmt er Sóley sjálf djúpt snortin. „Hvað get ég sagt? Annað en þetta: Ég elska þig!“ svarar Sóley sem mun nema uppeldisfræði í Hollandi þar sem eiginmaður hennar mun starfa hjá hollensku útibúi Marels. Líf Magneudóttir leysir Sóleyju af í borgarráði og tekur sæti hennar í borgarstjórn. Þá er hún sömuleiðis nýr forseti borgarstjórnar eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Elín Oddný Sigurðardóttir tekur við af Sóleyju sem formaður Mannréttindaráðs borgarinnar en töluverða athygli vakti þegar Sóley tók óvænt við formennsku í ráðinu í óþökk Lífar í desember síðastliðnum en Líf gegndi þá formennsku í ráðinu.
Tengdar fréttir Líf vill horfa fram á veginn þrátt fyrir útspil Sóleyjar Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni,“ segir í diplómatískri yfirlýsingu Lífar. 2. desember 2015 14:03 Sóley Tómasdóttir flýgur á milli landa til að sækja fundi "Ég mun standa mína plikt þangað til ég fer. Það eru mjög fáir borgarfulltrúar sem hafa mætt jafn vel og ég á þá fundi sem þeim ber að mæta á,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem mun láta af störfum tuttugasta september næstkomandi þegar hún flytur til Hollands. 17. ágúst 2016 10:00 Líf orðin forseti borgarstjórnar "Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt. Ég er hins vegar ekki í pólitík fyrir vegtyllurnar heldur til þess að hafa áhrif og vinna að markmiðum Vinstri grænna og framfylgja meirihlutasáttmálanum okkar,“ segir Líf. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Líf vill horfa fram á veginn þrátt fyrir útspil Sóleyjar Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni,“ segir í diplómatískri yfirlýsingu Lífar. 2. desember 2015 14:03
Sóley Tómasdóttir flýgur á milli landa til að sækja fundi "Ég mun standa mína plikt þangað til ég fer. Það eru mjög fáir borgarfulltrúar sem hafa mætt jafn vel og ég á þá fundi sem þeim ber að mæta á,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem mun láta af störfum tuttugasta september næstkomandi þegar hún flytur til Hollands. 17. ágúst 2016 10:00
Líf orðin forseti borgarstjórnar "Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt. Ég er hins vegar ekki í pólitík fyrir vegtyllurnar heldur til þess að hafa áhrif og vinna að markmiðum Vinstri grænna og framfylgja meirihlutasáttmálanum okkar,“ segir Líf. 21. september 2016 07:00