Innlent

Líf orðin forseti borgarstjórnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sóley Tómasdóttir og Líf Magneudóttir.
Sóley Tómasdóttir og Líf Magneudóttir. vísir/þorbjörn
Líf Magneudóttir var í gær kjörin forseti borgarstjórnar. Líf mun jafnframt taka sæti í borgarstjórn fyrir hönd Vinstri grænna. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi, baðst lausnar þar sem hún er að flytja til Hollands.

Líf kemur því inn í stað Sóleyjar. Hún var í öðru sæti á lista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum 2014. Einungis munaði einu atkvæði á Sóleyju og Líf er kosið var um fyrsta sæti listans.

„Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt. Ég er hins vegar ekki í pólitík fyrir vegtyllurnar heldur til þess að hafa áhrif og vinna að markmiðum Vinstri grænna og framfylgja meirihlutasáttmálanum okkar,“ segir Líf. Hún segist hlakka til að takast á við komandi verkefni og lofar að sinna skyldum sínum vel.

Sóley sat í borgarstjórn í sjö ár, Þá var hún varaborgarfulltrúi á árunum 2006 til 2009. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Sóley Tómasdóttir flýgur á milli landa til að sækja fundi

"Ég mun standa mína plikt þangað til ég fer. Það eru mjög fáir borgarfulltrúar sem hafa mætt jafn vel og ég á þá fundi sem þeim ber að mæta á,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem mun láta af störfum tuttugasta september næstkomandi þegar hún flytur til Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×