Innlent

Prófanir gerðar á innri hluta Landeyjahafnar

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Rannsóknir á innri hluta Landeyjahafnar standa nú yfir í líkanhúsi Vegagerðarinnar en leitað er leiða til að draga úr ölduhreyfingum inn í höfninni. Smíðað var verið líkan af nýjum Herjólfi sem notað er til viðmiðunar og hafa rannsóknir gefist vel.

Allt frá opnun Landeyjahafnar hefur Vegagerðin og aðrir aðilar sem koma að rekstri hafnarinnar þurft að takast á við ýmis ófyrirséð vandamál sem komið hafa upp eftir að höfnin opnaði árið 2010.

Það er í líkanstöð Vegagerðarinnar í Kópavogi þar sem að sett hefur verið upp smækkuð mynd af Landeyjahöfn og þar fara fram alls kyns prófanir. Þessa stundina er verið að prufa innri höfnina þar sem að Herjólfur liggur við bryggju.

Núverandi líkanhús Vegagerðarinnar var tekið í notkun fyrir tæpum 30 árum og er sérlega hannað til þess að sé að setja séu upp hafnarlíkön og í þeim hægt er að líkja eftir aðstæðum í hverri höfn fyrir sig með öldugangi og vatnsstraumi. Er þetta skoðað með tilliti til þess hvernig best sé að verja hafnirnar fyrir sjógangi.

„Við höfum prófað flestar hafnir landsins vítt og breitt um landið,“ segir Sigurður Sigurðarson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.

Og með þessum prófunum er fundin besta lega fyrir skjólgarða og kanta þannig að ásættanleg viðleguskilyrði séu til staðar fyrir báta og skip

„Þetta er tæki til þess að komast að góðri niðurstöðu fyrir höfnina og þetta hefur sanna sig í flest ef ekki öll þau verkefni sem hafa verið unnin hérna inni hafa gengið eftir í náttúrunni,“ sagði Sigurður.

Og síðastliðið ár hafa staðið yfir prófanir innrihluta Landeyjahafnar þar sem prófuð er kyrrð Herjólfs innan hafnarinnar en hún er öllu minni en búist hafði verið við.

„Við byrjuðum þessar er nákvæmlega eins og stefnt er að því að byggja,“ segir Sigurður.

16 mælar eru í líkaninu sem mæla öldur og veltu Herjólfs við höfnina.

Hversu nálægt raunveruleikanum erum við í þessum hreyfingum sem þið myndið?

„Miðað við þau gögn sem komið hafa frá dufli og annað þá erum við mjög nálægt raunveruleikanum,“ segir Bjarki Ómarsson, byggingarverkfræðingur hjá Vegagerðinni.

Ef breytingar verða gerðar í Landeyjarhöfn í samræmi við þessar rannsóknir leiða þær til þess að Herjólfur mun eiga mun auðveldara með að snúa við og almennt athafna sig innan hafnarinnar sem er mikilvægt þegar veður eru að öðru leyti óhagstæð siglingum í Landeyjahöfn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×