Lykilorðið er pressa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2016 06:00 Á mánudaginn verða þrjú ár liðin frá því að Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Leikurinn var gegn Sviss á Laugardalsvelli og var sá fyrsti í undankeppni HM 2015. Hann var ekki góður, tapaðist 0-2 og verður helst minnst fyrir að vera sá síðasti á löngum og glæsilegum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttur. Á þessum þremur árum síðan Freyr tók við hefur íslenska landsliðið tekið talsverðum breytingum. Reynslumiklir leikmenn og stórir persónuleikar hafa horfið af landsliðssviðinu og aðrir komið í staðinn eins og gerist, en fyrst og síðast hefur leikstíllinn breyst. Og lykilorðið í því samhengi er pressa. Freyr virðist hafa áttað sig snemma á því að það hentar þeim leikmönnum sem eru í burðarhlutverki í landsliðinu í dag betur að spila varnarleikinn framar og ráðast á andstæðinginn í stað þess að bíða eftir honum. Miðjumenn íslenska liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, búa yfir gríðarlega mikilli hlaupagetu og með Glódísi Perlu Viggósdóttur, arftaka Katrínar í vörninni, á íslenska liðið auðvelt með að verjast framarlega. Glódís er einnig mikilvæg í uppspili íslenska liðsins en hún hefur flestar sóknir þess. Undankeppni HM 2015 var eins konar undirbúningsmót fyrir undankeppni EM 2017, sérstaklega eftir að draumurinn um að spila á HM í Kanada fauk út um gluggann eftir 0-1 tap fyrir Dönum. Leikirnir tveir sem eftir voru í undankeppninni voru nýttir til að gefa yngri leikmönnum tækifæri á meðan stór nöfn eins og Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru ekki valdar í landsliðshópinn. Þetta var stór ákvörðun en sýndi að þjálfarinn var óhræddur við að gera breytingar. Þessir tveir leikir, gegn Ísrael og Serbíu, unnust örugglega en Algarve-mótið 2015 gaf ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Ísland lék fjóra leiki og mistókst að skora í þeim öllum. Þrátt fyrir þetta bakslag var greinilegt að íslenska liðið var á réttri leið. Staðfestingin á því fékkst í fyrsta leik undankeppni EM 2017, gegn Hvít-Rússum á Laugardalsvellinum. Leikurinn vannst bara 2-0 en spilamennskan var góð og mörkin áttu að verða miklu fleiri. Það var þó engin vöntun á mörkum í undankeppni EM 2017. Þau urðu alls 34 en aðeins Spánn (39) og Þýskaland (35) skoruðu fleiri. Andstæðingarnir voru vissulega ekki alltaf þeir sterkustu en íslenska liðið sýndi í þessari undankeppni framfarir þegar kemur að því að stjórna leikjum. Það small svo allt saman í útileiknum gegn Skotum þar sem Ísland samtvinnaði ákafa pressuvörn og góðan fótbolta. Skotaleikurinn í fyrradag var öllu daprari og sá slakasti í undankeppninni. Það verður þó að taka með í reikninginn að vægi hans var ekki mikið þar sem Ísland hefði þurft að tapa með fimm mörkum til að missa toppsætið í riðlinum. Frammistaðan í undankeppninni var jákvæð en hún telur lítið ef Ísland fellur á prófinu í lokakeppninni í Hollandi. Hún er stóra prófið. Íslenska liðið virðist vel undirbúið en það þarf að nýta næstu mánuði vel eins og Freyr benti á eftir leikinn gegn Skotum í fyrradag. Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Á mánudaginn verða þrjú ár liðin frá því að Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Leikurinn var gegn Sviss á Laugardalsvelli og var sá fyrsti í undankeppni HM 2015. Hann var ekki góður, tapaðist 0-2 og verður helst minnst fyrir að vera sá síðasti á löngum og glæsilegum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttur. Á þessum þremur árum síðan Freyr tók við hefur íslenska landsliðið tekið talsverðum breytingum. Reynslumiklir leikmenn og stórir persónuleikar hafa horfið af landsliðssviðinu og aðrir komið í staðinn eins og gerist, en fyrst og síðast hefur leikstíllinn breyst. Og lykilorðið í því samhengi er pressa. Freyr virðist hafa áttað sig snemma á því að það hentar þeim leikmönnum sem eru í burðarhlutverki í landsliðinu í dag betur að spila varnarleikinn framar og ráðast á andstæðinginn í stað þess að bíða eftir honum. Miðjumenn íslenska liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, búa yfir gríðarlega mikilli hlaupagetu og með Glódísi Perlu Viggósdóttur, arftaka Katrínar í vörninni, á íslenska liðið auðvelt með að verjast framarlega. Glódís er einnig mikilvæg í uppspili íslenska liðsins en hún hefur flestar sóknir þess. Undankeppni HM 2015 var eins konar undirbúningsmót fyrir undankeppni EM 2017, sérstaklega eftir að draumurinn um að spila á HM í Kanada fauk út um gluggann eftir 0-1 tap fyrir Dönum. Leikirnir tveir sem eftir voru í undankeppninni voru nýttir til að gefa yngri leikmönnum tækifæri á meðan stór nöfn eins og Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru ekki valdar í landsliðshópinn. Þetta var stór ákvörðun en sýndi að þjálfarinn var óhræddur við að gera breytingar. Þessir tveir leikir, gegn Ísrael og Serbíu, unnust örugglega en Algarve-mótið 2015 gaf ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Ísland lék fjóra leiki og mistókst að skora í þeim öllum. Þrátt fyrir þetta bakslag var greinilegt að íslenska liðið var á réttri leið. Staðfestingin á því fékkst í fyrsta leik undankeppni EM 2017, gegn Hvít-Rússum á Laugardalsvellinum. Leikurinn vannst bara 2-0 en spilamennskan var góð og mörkin áttu að verða miklu fleiri. Það var þó engin vöntun á mörkum í undankeppni EM 2017. Þau urðu alls 34 en aðeins Spánn (39) og Þýskaland (35) skoruðu fleiri. Andstæðingarnir voru vissulega ekki alltaf þeir sterkustu en íslenska liðið sýndi í þessari undankeppni framfarir þegar kemur að því að stjórna leikjum. Það small svo allt saman í útileiknum gegn Skotum þar sem Ísland samtvinnaði ákafa pressuvörn og góðan fótbolta. Skotaleikurinn í fyrradag var öllu daprari og sá slakasti í undankeppninni. Það verður þó að taka með í reikninginn að vægi hans var ekki mikið þar sem Ísland hefði þurft að tapa með fimm mörkum til að missa toppsætið í riðlinum. Frammistaðan í undankeppninni var jákvæð en hún telur lítið ef Ísland fellur á prófinu í lokakeppninni í Hollandi. Hún er stóra prófið. Íslenska liðið virðist vel undirbúið en það þarf að nýta næstu mánuði vel eins og Freyr benti á eftir leikinn gegn Skotum í fyrradag.
Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu