Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Hér eru margir að hjálpast að við að draga fé í Steinstúnsdilkinn. Vísir/Stefán Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira