Innlent

Dæmdur fyrir kynferðislega áreitni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm
28 ára gamall íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni á heimili konu í ágúst 2014. Maðurinn mætti ekki fyrir dóm en þótti Héraðsdómi Reykjavíkur næg sönnun fyrir sekt hans. Þarf hann að greiða konunni 600 þúsund krónur í skaðabætur.

Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa farið inn í svefnherbergi konu sem lá þar í rúmi sínu aðeins klædd nærbuxum. Lagðist hann upp í rúmið hjá henni, káfði á kynfærum innan klæða og brjóstum auk þess að reyna að kyssa hana á munninn. Að lokum kyssti hann og sleikti á henni hálsinn.

Farið var fram á eina milljón króna í skaðabætur en héraðsdómur taldi 600 þúsund rétta upphæð. Dómurinn er skilorðsbundinn en maðurinn á ekki sakaferil að baki. Dóminn má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×