Innlent

Mosfellsbær hafnar samstarfi við Villiketti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Villiköttur í góðum gír.
Villiköttur í góðum gír. vísir/getty
Bæjarráð Mosfellsbæjar segist að svo stöddu ekki sjá ástæðu til samstarfs við félagið Villiketti um átak til að halda villiköttum í skefjum með geldingum í stað eyðingar.

Að því er fram kemur í umsögn umhverfisstjóra Mosfellsbæjar hafa villikettir ekki verið vandamál í Mosfellsbæ undanfarin ár þótt vitað sé um einstaka tilvik.

„Talsvert var um villiketti í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum þegar hitaveitustokkur var í notkun, en það skapaði kjöraðstæður fyrir villiketti þannig að þeim fjölgaði. Í samþykkt Mosfellsbæjar um kattahald segir að bæjaryfirvöld skuli gera ráðstafanir til útrýmingar á villiköttum. Til slíkra aðgerða hefur ekki þurft að grípa í Mosfellsbæ síðastliðin ár.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Vilja samstarf um geldingu villikatta

Dýraverndarsamtökin Villikettir hafa farið þess á leit við bæjarfélög víðs vegar um landið að gerður verði samningur við samtökin um geldingu villikatta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×