Saksóknari felldi niður HIV-málið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2016 19:15 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira