Saksóknari felldi niður HIV-málið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2016 19:15 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira