Reykjavíkurborg í lóðadeilu við húseigendur í Álakvíslinni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. september 2016 07:00 Væn sneið er horfin af görðum íbúanna í göngustíginn við Álakvísl 45-51. vísir/vilhelm „Það var aldrei vandamál hjá okkur að þeir færu í gegn með lagnirnar en við erum ósátt við að fá ekki garðana okkar til baka,“ segir Ólöf Kristínardóttir í Álakvísl 49. Orkuveitan er að endurnýja aðveituæðar að hitaveitugeymum í Öskjuhlíð og fékk í apríl á þessu ári framkvæmdaleyfi fyrir lögn á 890 metra kafla gegnum Ártúnsholtið og fyrir nýjum göngustíg sem verður 2,5 metrar á breidd og breiðari en gamli stígurinn. Hins vegar var fallið frá lagningu hjólastígs vegna harðra mótmæla íbúa. Flutningsæðarnar er sagðar sjá um 40 prósentum höfuðborgarsvæðisins fyrir heitu vatni. Eigendur í þremur af fjórum íbúðum í raðhúsalengju við Álakvísl 45-51 kærðu framkvæmdaleyfið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni segir að þeir eigi í raun lóð allt að gamla hitaveitustokknum. Samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu frá 1988, sem ráðherraskipuð stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík hafi útbúið og framkvæmdastjóri undirritað, fylgi íbúðum þeirra „einkaafnotaréttur á lóðarspildu fjögurra metra breiðri, eða að stíg, jafn langri íbúðinni“.Nýju lagnirnar eru engin smásmíði enda anna þær 40 prósentum af heitavatnsþörf höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelmÞrátt fyrir það voru íbúarnir skikkaðir til að fjarlægja grindverk og annað sem þeir höfðu komið fyrir út fyrir þau lóðamörk sem Reykjavíkurborg telur vera þau réttu. Borgin segir að samkvæmt lóðarleigusamningi frá 1982 séu engar heimildir fyrir eigendur húsanna til að hafa einkaafnotarétt á lóðarspildunni að stígnum. „Sú eignaskiptayfirlýsing sem kærendur byggi á sé hvorki í samræmi við lóðarleigusamning né mæliblað,“ segir um rök borgarinnar í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar. Borgin sé ekki aðili að yfirlýsingunni „og hafi þessi yfirtaka lóðareiganda yfir borgarlandi enga þýðingu“. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu íbúanna um að ógilda framkvæmdaleyfið en tók ekki afstöðu til lóðadeilunnar. Ólöf Kristínardóttir segir hins vegar að fyrir liggi niðurstaða í sambærilegu máli frá 2003 vegna annarrar raðhúsalengju við hitaveitustokkinn í Álakvísl sem íbúarnir hafi unnið. Vísast endi nýja málið fyrir dómstólum. „Það eru allir reiðir hérna í hverfinu yfir þessu,“ segir Ólöf. Ekki sé nóg með að fólk missi hluta af görðum sínum heldur megi búast við aukinni umferð um stækkaðan göngustíg. „Þeir samþykktu að draga til baka að hafa þetta sem hjólastíg og að þetta verði bara göngustígur en ég veit ekki um neinn göngustíg í höfuðborginni sem má ekki hjóla á. Þetta fer í gegn um leiksvæði fyrir börnin. Menn setja ekki hjólastíg inn á miðjan leikvöll þar sem eru pínulítil börn.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Það var aldrei vandamál hjá okkur að þeir færu í gegn með lagnirnar en við erum ósátt við að fá ekki garðana okkar til baka,“ segir Ólöf Kristínardóttir í Álakvísl 49. Orkuveitan er að endurnýja aðveituæðar að hitaveitugeymum í Öskjuhlíð og fékk í apríl á þessu ári framkvæmdaleyfi fyrir lögn á 890 metra kafla gegnum Ártúnsholtið og fyrir nýjum göngustíg sem verður 2,5 metrar á breidd og breiðari en gamli stígurinn. Hins vegar var fallið frá lagningu hjólastígs vegna harðra mótmæla íbúa. Flutningsæðarnar er sagðar sjá um 40 prósentum höfuðborgarsvæðisins fyrir heitu vatni. Eigendur í þremur af fjórum íbúðum í raðhúsalengju við Álakvísl 45-51 kærðu framkvæmdaleyfið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni segir að þeir eigi í raun lóð allt að gamla hitaveitustokknum. Samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu frá 1988, sem ráðherraskipuð stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík hafi útbúið og framkvæmdastjóri undirritað, fylgi íbúðum þeirra „einkaafnotaréttur á lóðarspildu fjögurra metra breiðri, eða að stíg, jafn langri íbúðinni“.Nýju lagnirnar eru engin smásmíði enda anna þær 40 prósentum af heitavatnsþörf höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelmÞrátt fyrir það voru íbúarnir skikkaðir til að fjarlægja grindverk og annað sem þeir höfðu komið fyrir út fyrir þau lóðamörk sem Reykjavíkurborg telur vera þau réttu. Borgin segir að samkvæmt lóðarleigusamningi frá 1982 séu engar heimildir fyrir eigendur húsanna til að hafa einkaafnotarétt á lóðarspildunni að stígnum. „Sú eignaskiptayfirlýsing sem kærendur byggi á sé hvorki í samræmi við lóðarleigusamning né mæliblað,“ segir um rök borgarinnar í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar. Borgin sé ekki aðili að yfirlýsingunni „og hafi þessi yfirtaka lóðareiganda yfir borgarlandi enga þýðingu“. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu íbúanna um að ógilda framkvæmdaleyfið en tók ekki afstöðu til lóðadeilunnar. Ólöf Kristínardóttir segir hins vegar að fyrir liggi niðurstaða í sambærilegu máli frá 2003 vegna annarrar raðhúsalengju við hitaveitustokkinn í Álakvísl sem íbúarnir hafi unnið. Vísast endi nýja málið fyrir dómstólum. „Það eru allir reiðir hérna í hverfinu yfir þessu,“ segir Ólöf. Ekki sé nóg með að fólk missi hluta af görðum sínum heldur megi búast við aukinni umferð um stækkaðan göngustíg. „Þeir samþykktu að draga til baka að hafa þetta sem hjólastíg og að þetta verði bara göngustígur en ég veit ekki um neinn göngustíg í höfuðborginni sem má ekki hjóla á. Þetta fer í gegn um leiksvæði fyrir börnin. Menn setja ekki hjólastíg inn á miðjan leikvöll þar sem eru pínulítil börn.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira