Forgangsstýring á ljósum ætluð til að greiða leið sjúkraflutninga Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 14:39 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri fyrr í dag. Mynd/Reykjavíkurborg Kerfi til forgangsstýringar á umferðarljósum fyrir neyðarbifreiðar var formlega prufukeyrt í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri ræstu formlega búnað sem gefur neyðarbílum forgang á umferðarljósum, svokallaða græna bylgju. Leiðin sem var prufukeyrð í morgun var frá Slökkvistöðinni í Skógarhlíð um Bústaðaveg og Snorrabraut að Sæbraut, en leiðin er mikilvæg fyrir viðbragðstíma neyðarbíla slökkviliðsins og greiðir leið sjúkraflutninga að Landspítala. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hann væri ánægður með þennan áfanga í samstarfi viðbragðsaðila. Verið væri að nýta möguleika sem felast í Snjallborginni Reykjavík til að bæta öryggi samborgaranna, en forgangsstýringin byggi á miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík. „Þetta er einnig hluti í að gera almenningssamgöngur að betri valkosti í Reykjavík. Við erum að fjölga forgangsakreinum og græn bylgja fyrir Strætó er einnig hluti af þeirri áætlun,“ segir Dagur.Stjórnbúnaður settur í bíla Í fréttinni kemur fram að í sumar hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á stýribúnaði umferðaljósa á gatnamótum á þessari leið. „Á næstunni verður stjórnbúnaður settur í neyðarbíla slökkviliðsins, bæði slökkvi- og sjúkrabifreiðar og fer þá kerfið sjálfkrafa í gang þegar bifreiðarnar aka á forgangsljósum (bláum ljósum) og tryggir forgang á viðkomandi ljósum. Mynd/ReykjavíkurborgMarkmið verkefnisins er að tryggja aukið öryggi í neyðarakstri, bæði fyrir þá sem eru í neyðarakstrinum en ekki síður almenna umferð sem neyðaraksturinn snertir hverju sinni. Einnig er lykilatriði þegar fólk er í lífshættu að stytta viðbragðstíma, ekki síst þegar umferð er mikil. Fyrsta forgangsleiðin er valin vegna aksturs frá slökkvistöð og tengingar við Landspítalann. Gatnamót sem nú þegar hafa verið búin út með nýrri stýringu og hugbúnaði eru:Bústaðavegur-FlugvallarvegurBústaðavegur-HringbrautHringbraut-SnorrabrautSnorrabraut-Egilsgata-FlókagataSnorrabraut-Bergþórugata-GrettisgataSnorrabraut-Laugavegur-HverfisgataStrætó verður einnig á grænu ljósi Strætó mun einnig njóta þess í náinni framtíð að eiga greiðari leið um gatnamót með hinni nýju stýringu, þó það verði ekki forgangsstýring eins og hjá slökkviliðinu. Stýringin mun virka þannig hjá strætó að tæki í vagninum mun skynja þegar vagn nálgast gatnamót og þá lengist tíminn sem grænu ljósin loga í akstursstefnu þeirra. Uppfæra þarf búnað í vögnunum til að gera þetta virkt og er sú vinna í gangi hjá Strætó,“ segir í fréttinni. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Kerfi til forgangsstýringar á umferðarljósum fyrir neyðarbifreiðar var formlega prufukeyrt í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri ræstu formlega búnað sem gefur neyðarbílum forgang á umferðarljósum, svokallaða græna bylgju. Leiðin sem var prufukeyrð í morgun var frá Slökkvistöðinni í Skógarhlíð um Bústaðaveg og Snorrabraut að Sæbraut, en leiðin er mikilvæg fyrir viðbragðstíma neyðarbíla slökkviliðsins og greiðir leið sjúkraflutninga að Landspítala. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hann væri ánægður með þennan áfanga í samstarfi viðbragðsaðila. Verið væri að nýta möguleika sem felast í Snjallborginni Reykjavík til að bæta öryggi samborgaranna, en forgangsstýringin byggi á miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík. „Þetta er einnig hluti í að gera almenningssamgöngur að betri valkosti í Reykjavík. Við erum að fjölga forgangsakreinum og græn bylgja fyrir Strætó er einnig hluti af þeirri áætlun,“ segir Dagur.Stjórnbúnaður settur í bíla Í fréttinni kemur fram að í sumar hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á stýribúnaði umferðaljósa á gatnamótum á þessari leið. „Á næstunni verður stjórnbúnaður settur í neyðarbíla slökkviliðsins, bæði slökkvi- og sjúkrabifreiðar og fer þá kerfið sjálfkrafa í gang þegar bifreiðarnar aka á forgangsljósum (bláum ljósum) og tryggir forgang á viðkomandi ljósum. Mynd/ReykjavíkurborgMarkmið verkefnisins er að tryggja aukið öryggi í neyðarakstri, bæði fyrir þá sem eru í neyðarakstrinum en ekki síður almenna umferð sem neyðaraksturinn snertir hverju sinni. Einnig er lykilatriði þegar fólk er í lífshættu að stytta viðbragðstíma, ekki síst þegar umferð er mikil. Fyrsta forgangsleiðin er valin vegna aksturs frá slökkvistöð og tengingar við Landspítalann. Gatnamót sem nú þegar hafa verið búin út með nýrri stýringu og hugbúnaði eru:Bústaðavegur-FlugvallarvegurBústaðavegur-HringbrautHringbraut-SnorrabrautSnorrabraut-Egilsgata-FlókagataSnorrabraut-Bergþórugata-GrettisgataSnorrabraut-Laugavegur-HverfisgataStrætó verður einnig á grænu ljósi Strætó mun einnig njóta þess í náinni framtíð að eiga greiðari leið um gatnamót með hinni nýju stýringu, þó það verði ekki forgangsstýring eins og hjá slökkviliðinu. Stýringin mun virka þannig hjá strætó að tæki í vagninum mun skynja þegar vagn nálgast gatnamót og þá lengist tíminn sem grænu ljósin loga í akstursstefnu þeirra. Uppfæra þarf búnað í vögnunum til að gera þetta virkt og er sú vinna í gangi hjá Strætó,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira