Bein útsending: Fundur fólksins Tinni Sveinsson skrifar 2. september 2016 09:00 Bein útsending verður úr Norræna hússinu í dag og kennir ýmissa grasa. Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. Hátíðin stendur yfir í dag og á morgun og kennir ýmissa grasa. Allir eru velkomnir og raunar hvattir til að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á hinum fjölmörgu fundum sem eru á dagskrá. Einn vettvangur umræðu á fundinum verður í Sal Norræna hússins og verður bein útsending úr Sal í dag á Vísi. Útsendinguna má sjá hér að neðan. Fyrir neðan spilarann má svo sjá dagskrána í salnum í heild sinni.Hér má nálgast dagskrána í heild sinni. Dagskrá í Sal9:00–10:30Skóli fyrir alla – velferð og aðstæður barna og ungmenna. Fátækt og erlendur uppruni.PallborðsumræðurKennarasamband ÍslandsDagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hjördís Eva Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi. Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar, Lækjarskóla, Hafnarfirði. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp, Reykjavík. Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Steinunn Björk Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari í Tækniskólanum. Fundarstjóri: Þórður Á. Hjaltested formaður Kennarasambands Íslands. Í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er lögð áhersla á skóla fyrir alla og velferð barna og ungmenna. Fjöldi barna sem býr við skort á mikilvægum sviðum hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu frá 2009 til 2014. Hver er reynsla þeirra sem sinna börnum og ungmennum sem standa höllum fæti í samfélaginu? Hvað þarf að gera og hvernig til að tryggja öllum börnum og ungmennum menntun óháð efnahagslegri/félagslegri stöðu og uppruna? Hver er vandinn? Hvaða lausnir? Hverra er ábyrgðin?12:00–12:50 Kassettugjaldið – framtíð höfundaréttarOpinn umræðufundurSTEF, SFH, RSÍ, SÍK, MYNDSTEF og FJÖLÍSFulltrúar allra þingflokka á Alþingi ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, formanni STEFs, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, framkvæmdastjóra FJÖLÍS, Ragnari Th. Sigurðssyni, formanni MYNDSTEFs, Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra RSÍ, og Tómasi Þorvaldssyni, lögmanni SÍK. Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL.Verulegar breytingar í tækniumhverfi og aukið aðgengi að höfundarréttarvörðu efni hafa kallað á umræður um hvernig höfundarrétturinn verður varinn í þessu nýja umhverfi. Í því sambandi hefur t.d. ekki verið breytt ákvæðum höfundalaga um eintakagerð til einkanota þrátt fyrir að eintakagerð eigi sér nú aðallega stað í snjallsímum og spjaldtölvum. Viðstöddum gefst kostur á að koma að spurningum til bæði stjórnmálamanna og annarra þátttakenda í pallborðsumræðum.13:00–13:50Þjóðernishyggja og popúlismi á NorðurlöndumPallborðsumræðurNorðurlönd í fókusBengt Lindroth, sænskur blaðamaður og rithöfundur, Philip Flores, blaðamaður á danska vefmiðlinum Zetland, Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, og Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fundarstjóri: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus. Mikið hefur verið rætt um uppgang þjóðernisflokka á Norðurlöndum á undanförnum árum. Ýmislegt sameinar þessa flokka en margt er þó ólíkt með þeim og sögulegum rótum þeirra. Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Bengt Lindroth sendi nýverið frá sér bókina „Väljarnas hämnd“ um uppgang þessara flokka á Norðurlöndum. Hann segir frá efni hennar á Fundi Fólksins. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem íslenskir fulltrúar taka þátt og ræða það meðal annars hvort líkur séu á því að viðlíka öfl nái fótfestu í íslenskum stjórnmálum. ATH. Dagskráin fer fram á ensku.14:00–14:50 Þriðja leiðin að velferðMálþingAlmannaheillEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og fleiri stjórnmálamenn. Fundarstjóri: Ketil Berg Magnússon, formaður Almannaheilla — samtaka þriðja geirans.Almannaheillafélög og velferðarsköpun. Nýlegar hugmyndir um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hafa kallað fram fremur tvípólaða umræðu um val á milli einkareksturs eða opinbers reksturs. Hér ræðum við þriðju leiðina, um hlutverk almannaheillasamtaka, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, við sköpun velferðar.15:00–15:50Hatursorðræða í fjölmiðlumPallborðsumræðurFjölmiðlanefnd og Mannréttindaskrifstofa ÍslandsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands,Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland, Unnsteinn Manúel Stefánsson, tónlistar- og fjölmiðlamaður. Fundarstjóri: Arna Schram.Hatursorðræða er vaxandi vandamál og birtist meðal annars í athugasemdakerfum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum. Af hverju færist hatursorðræða í aukana og að hverjum beinist hún?Af hverju skiptir máli að berjast gegn hatursorðræðu og hverjar geta verið afleiðingar þess að gera það ekki? Hvað þýðir tjáningarfrelsið – má fólk ekki tjá sig eins og því sýnist í lýðræðissamfélögum?16:00–16:50Hvernig í fjandanum á ungt og efnaminna fólk að hafa efni á að eignast þak yfir höfuðið – sæmilegt að gæðum?PallborðsumræðurMannvirkjastofnunEygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Búseta, Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnuna,r og Yvonne Svensson, sérfræðingur hjá Boverket í Svíþjóð. Fundarstjóri: Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að fá viðeigandi íbúðarhúsnæði til kaups eða leigu. Sumir segja að hár byggingarkostnaður sé helsti vandinn og lausnin sé einföldun regluverks byggingariðnaðarins. Aðrir segja meginorsökina vera mjög háa vexti á íbúðalánum, hátt lóðaverð, kröfur um bílastæði í kjallara og ýmsa slíka þætti. Hvað er til ráða? Hvernig stöndum við í lappirnar gagnvart ungu og efnaminna fólki í húsnæðisleit? ATH. Fundurinn fer fram á íslensku og ensku.17:00–17:50 Nýir tímar í fjölmiðlunPallborðsumræðurNorðurlönd í fókusÞórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Philip Flores, blaðamaður á Zetland, og Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV. Fundarstjóri: Staðfestur síðar.Tæknivæðing og nýir samskiptahættir hafa leitt til byltingar í fjölmiðlun þar sem gömlu miðlarnir eiga undir högg að sækja á meðan nýir miðlar sækja fram. Við heyrum um tvær athyglisverðar nýlegar tilraunir, Kjarnann á Íslandi og Zetland í Danmörku, en fáum einnig innsýn í hvernig gamall og gróinn fjölmiðill eins og RÚV bregst við þessum breytingum. ATH. Dagskráin fer fram á ensku. Tengdar fréttir Tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið okkar Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins verður haldinn á föstudag og laugardag. 29. ágúst 2016 14:13 Fundur fólksins Fundur fólksins verður haldinn á morgun og laugardag í Norræna húsinu milli klukkan 11 og 18. Ingibjörg Gréta Gísladóttir hjá fyrirtækinu Rigga.is heldur um alla spotta. 1. september 2016 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. Hátíðin stendur yfir í dag og á morgun og kennir ýmissa grasa. Allir eru velkomnir og raunar hvattir til að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á hinum fjölmörgu fundum sem eru á dagskrá. Einn vettvangur umræðu á fundinum verður í Sal Norræna hússins og verður bein útsending úr Sal í dag á Vísi. Útsendinguna má sjá hér að neðan. Fyrir neðan spilarann má svo sjá dagskrána í salnum í heild sinni.Hér má nálgast dagskrána í heild sinni. Dagskrá í Sal9:00–10:30Skóli fyrir alla – velferð og aðstæður barna og ungmenna. Fátækt og erlendur uppruni.PallborðsumræðurKennarasamband ÍslandsDagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hjördís Eva Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi. Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar, Lækjarskóla, Hafnarfirði. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp, Reykjavík. Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Steinunn Björk Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari í Tækniskólanum. Fundarstjóri: Þórður Á. Hjaltested formaður Kennarasambands Íslands. Í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er lögð áhersla á skóla fyrir alla og velferð barna og ungmenna. Fjöldi barna sem býr við skort á mikilvægum sviðum hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu frá 2009 til 2014. Hver er reynsla þeirra sem sinna börnum og ungmennum sem standa höllum fæti í samfélaginu? Hvað þarf að gera og hvernig til að tryggja öllum börnum og ungmennum menntun óháð efnahagslegri/félagslegri stöðu og uppruna? Hver er vandinn? Hvaða lausnir? Hverra er ábyrgðin?12:00–12:50 Kassettugjaldið – framtíð höfundaréttarOpinn umræðufundurSTEF, SFH, RSÍ, SÍK, MYNDSTEF og FJÖLÍSFulltrúar allra þingflokka á Alþingi ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, formanni STEFs, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, framkvæmdastjóra FJÖLÍS, Ragnari Th. Sigurðssyni, formanni MYNDSTEFs, Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra RSÍ, og Tómasi Þorvaldssyni, lögmanni SÍK. Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL.Verulegar breytingar í tækniumhverfi og aukið aðgengi að höfundarréttarvörðu efni hafa kallað á umræður um hvernig höfundarrétturinn verður varinn í þessu nýja umhverfi. Í því sambandi hefur t.d. ekki verið breytt ákvæðum höfundalaga um eintakagerð til einkanota þrátt fyrir að eintakagerð eigi sér nú aðallega stað í snjallsímum og spjaldtölvum. Viðstöddum gefst kostur á að koma að spurningum til bæði stjórnmálamanna og annarra þátttakenda í pallborðsumræðum.13:00–13:50Þjóðernishyggja og popúlismi á NorðurlöndumPallborðsumræðurNorðurlönd í fókusBengt Lindroth, sænskur blaðamaður og rithöfundur, Philip Flores, blaðamaður á danska vefmiðlinum Zetland, Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, og Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fundarstjóri: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus. Mikið hefur verið rætt um uppgang þjóðernisflokka á Norðurlöndum á undanförnum árum. Ýmislegt sameinar þessa flokka en margt er þó ólíkt með þeim og sögulegum rótum þeirra. Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Bengt Lindroth sendi nýverið frá sér bókina „Väljarnas hämnd“ um uppgang þessara flokka á Norðurlöndum. Hann segir frá efni hennar á Fundi Fólksins. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem íslenskir fulltrúar taka þátt og ræða það meðal annars hvort líkur séu á því að viðlíka öfl nái fótfestu í íslenskum stjórnmálum. ATH. Dagskráin fer fram á ensku.14:00–14:50 Þriðja leiðin að velferðMálþingAlmannaheillEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og fleiri stjórnmálamenn. Fundarstjóri: Ketil Berg Magnússon, formaður Almannaheilla — samtaka þriðja geirans.Almannaheillafélög og velferðarsköpun. Nýlegar hugmyndir um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hafa kallað fram fremur tvípólaða umræðu um val á milli einkareksturs eða opinbers reksturs. Hér ræðum við þriðju leiðina, um hlutverk almannaheillasamtaka, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, við sköpun velferðar.15:00–15:50Hatursorðræða í fjölmiðlumPallborðsumræðurFjölmiðlanefnd og Mannréttindaskrifstofa ÍslandsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands,Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland, Unnsteinn Manúel Stefánsson, tónlistar- og fjölmiðlamaður. Fundarstjóri: Arna Schram.Hatursorðræða er vaxandi vandamál og birtist meðal annars í athugasemdakerfum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum. Af hverju færist hatursorðræða í aukana og að hverjum beinist hún?Af hverju skiptir máli að berjast gegn hatursorðræðu og hverjar geta verið afleiðingar þess að gera það ekki? Hvað þýðir tjáningarfrelsið – má fólk ekki tjá sig eins og því sýnist í lýðræðissamfélögum?16:00–16:50Hvernig í fjandanum á ungt og efnaminna fólk að hafa efni á að eignast þak yfir höfuðið – sæmilegt að gæðum?PallborðsumræðurMannvirkjastofnunEygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Búseta, Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnuna,r og Yvonne Svensson, sérfræðingur hjá Boverket í Svíþjóð. Fundarstjóri: Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að fá viðeigandi íbúðarhúsnæði til kaups eða leigu. Sumir segja að hár byggingarkostnaður sé helsti vandinn og lausnin sé einföldun regluverks byggingariðnaðarins. Aðrir segja meginorsökina vera mjög háa vexti á íbúðalánum, hátt lóðaverð, kröfur um bílastæði í kjallara og ýmsa slíka þætti. Hvað er til ráða? Hvernig stöndum við í lappirnar gagnvart ungu og efnaminna fólki í húsnæðisleit? ATH. Fundurinn fer fram á íslensku og ensku.17:00–17:50 Nýir tímar í fjölmiðlunPallborðsumræðurNorðurlönd í fókusÞórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Philip Flores, blaðamaður á Zetland, og Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV. Fundarstjóri: Staðfestur síðar.Tæknivæðing og nýir samskiptahættir hafa leitt til byltingar í fjölmiðlun þar sem gömlu miðlarnir eiga undir högg að sækja á meðan nýir miðlar sækja fram. Við heyrum um tvær athyglisverðar nýlegar tilraunir, Kjarnann á Íslandi og Zetland í Danmörku, en fáum einnig innsýn í hvernig gamall og gróinn fjölmiðill eins og RÚV bregst við þessum breytingum. ATH. Dagskráin fer fram á ensku.
Tengdar fréttir Tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið okkar Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins verður haldinn á föstudag og laugardag. 29. ágúst 2016 14:13 Fundur fólksins Fundur fólksins verður haldinn á morgun og laugardag í Norræna húsinu milli klukkan 11 og 18. Ingibjörg Gréta Gísladóttir hjá fyrirtækinu Rigga.is heldur um alla spotta. 1. september 2016 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið okkar Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins verður haldinn á föstudag og laugardag. 29. ágúst 2016 14:13
Fundur fólksins Fundur fólksins verður haldinn á morgun og laugardag í Norræna húsinu milli klukkan 11 og 18. Ingibjörg Gréta Gísladóttir hjá fyrirtækinu Rigga.is heldur um alla spotta. 1. september 2016 11:00