Innlent

Fimm ára drengir á leið frá Dóminíska lýðveldinu óvart settir í rangar flugvélar

Flugfélagið JetBlue hafði ruglast á börnum.
Flugfélagið JetBlue hafði ruglast á börnum. vísir
Mistök flugfélagsins JetBlue leiddu til þess að farið var með tvo fimm ára drengi í rangar flugvélar á flugvelli í Dóminíska lýðveldinu í síðasta mánuði. Þeir voru báðir einir á ferð en í fylgd með flugvallarstarfsmanni.

Annar drengurinn var á leið til New York og hinn til Boston. Svo virðist sem þeir hafi skipst á vegabréfum með fyrrgreindum afleiðingum.

Ekki komst upp um misskilninginn fyrr en á flugvellinum í New York þegar á móti móður annars drengsins tók allt annað barn en hennar eigið.  Nokkrar klukkustundir tók að hafa uppi á syni hennar og foreldrum hins drengsins.

Í samtali við New York‘s Daily News segist móðirin hafa haldið að syni hennar hefði verið rænt. „Ég hélt ég myndi aldrei sjá hann aftur,“ segir hún.

Flugfélagið hefur beðist afsökunar á atvikinu og segist nú rannsaka hvernig þessi misskilningur orsakaðist. Konan fékk fargjald sonar síns endurgreitt ásamt því sem hún fékk 250 þúsund króna gjafabréf hjá flugfélaginu.

Drengirnir eru báðir heilir á húfi og komnir til fjölskyldna sinna. Ekki kemur fram erlendum fréttum hversu gamall hinn drengurinn, sem upphaflega átti að fara til Dóminíska lýðveldisins, er.

Frétt uppfærð kl. 22.40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×