Hundaræktanda hótað vegna aflífunar á Elvis Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2016 12:30 Þó Elvis hafi að sönnu verið elskaður af eigendum sínum stóð nágrönnum stuggur af hundinum sem sagður er hafa verið geltinn og ógnandi. Vísir hefur heimildir fyrir því að ræktanda þýska fjárhundsins Elvis sem gekkst fyrir því að honum var lógað hafi borist alvarlegar hótanir. Þetta kemur reyndar fram á Hundasamfélaginu á Facebook en þar hafa geisað heitar umræður um málið. Vísir sagði af því í gær að eigandi hundsins, Auður Kristín Pálmadóttir, hafi greint frá því að ungum þýskum fjárhundi, sem kallaður var Elvis, hafi verið lógað að sér forspurðri. Það var að undirlagi ræktanda hundsins. Málið hefur vakið mikla athygli. Auður Kristín sagði, í samtali við Vísi, að málið yrði kært til lögreglu. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur kæra ekki borist, en það fylgir þeirri sögu að lögreglan væntir kæru vegna málsins.Ólga innan Hundasamfélagsins Einn stjórnandi hópsins Hundasamfélagið, Guðfinna Kristinsdóttir, tilkynnti að hún hafði ákveðið að loka fyrir athugasemdir á þræði þar sem fjallað er um Elvis og dauða hans. Hún bendir á að málið sé flókið og „þeir sem hafa tjáð sig um málið frá hlið ræktandans hafa fengið hótanir í einkaskilaboðum, alveg eins og ræktandinn hefur verið að fá hótanir.“ Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að afhenda lögreglu þær hótanir til rannsóknar. Guðfinna bendir á að málið fari í ákveðið ferli hjá lögreglu og hún biður fólk að halda ró sinni. „Sé ræktandinn óheiðarlegur og sé það staðfest af Mast, Hrfí eða lögreglunni munum við ekki banna nafngreiningu,“ segir Guðfinna og vísar þá til þess hvaða ræktanda um ræðir. „En þangað til vil ég biðja fólk að halda ró sinni. Hundurinn var svæfður, við vitum ekki hvar og það eru rannsóknarhagsmunir.“Nágrannarnir óttuðust ElvisAð sönnu er það rétt að málið er flókið, það er viðkvæmt og ýmsar hliðar á því aðrar en þær sem fram hafa komið. Vísir ræddi við Hafdísi Óskarsdóttur hundaeftirlitsmann í Mosfellsbæ. Hún var verulega ósátt við að henni hafi verið blandað í málið, því hún hafi ekki haft afskipti af téðum hundi nú í margar vikur. En, fram kom að ræktandinn hafi tjáð eigandanum að Hafdís hafi komið að málinu. „Ég vil að það komi fram að ég kom ekki nálægt þessu máli. Það er lygi að ég hafi beðið um atferlismat á hundinum eins og fram hefur komið.“En, þú hefur haft afskipti af þessum hundi? „Reyndar. Það var kvartað mikið undan hundinum því hann gelti mikið í blokkinni þar sem hann bjó. Hann var óskráður, slapp stundum og fólk var orðið hvekkt.“ Hafdís bendir á að málið sé ekki lengur á sínu borði heldur heilbrigðiseftirlitsins. Vísir ræddi við Árna Davíðsson heilbrigðisfulltrúa sem staðfesti að hundurinn ætti sér forsögu. Og um hann er fjallað í opinberum gögnum, í málum vegna brota á hundasamþykkt. Tvær kvartanir nágranna eru dagsettar 10. júní og 12. júní 2016. Að sögn Árna var hundurinn óskráður og hefði aldrei fengið skráningu í andstöðu við nágranna, sem litu á hann sem ógn. „Fólk óttaðist hundinn.“Ólögmætur gjörningur að lóga hundinumÁrni segir það því fyrirliggjandi að mál tengd Elvis hafi komið til kasta heilbrigðiseftirlitsins. En, þar sem hundinum hefur nú verið lógað sé í raun afskiptum heilbrigðiseftirlitsins þar með lokið. „Það er ekki okkar að rannsaka þetta mál eða leiða til lykta. Það er lögreglu ef þetta er sakamál. Annars er þetta mál milli þessara tveggja aðila. Við höfum okkar valdheimildir og getum ekkert komið að þessu eins og komið er,“ segir Árni. Hann segir tvennum sögum fara af því hvernig það bar að eða hvað kom til að hundinum var kominn í hendur ræktanda. „Eftir að hafa haft hann í nokkra daga tekur hundræktandinn þá ákvörðun að aflífa hundinn. Það er ekki löglegur gjörningur. Við höfum leyfi samkvæmt hundasamþykkt að taka slíka ákvörðun að undangengnum málarekstri. En það var ekkert haft samband við okkur. En samkvæmt því sem hún segir var lítið hægt að gera fyrir þennan hund, ekkert hægt að tjónka við hann. Það eru svo sem bara hennar orð sem við getum ekki staðfest. En, ég hef enga ástæðu til að rengja það.“ Tengdar fréttir Lét aflífa ungan hund án samráðs við eiganda Mikið uppnám á Facebookhópnum Hundasamfélaginu hvar óvænt aflífun hunds er fordæmd fortakslaust. 5. september 2016 16:41 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Vísir hefur heimildir fyrir því að ræktanda þýska fjárhundsins Elvis sem gekkst fyrir því að honum var lógað hafi borist alvarlegar hótanir. Þetta kemur reyndar fram á Hundasamfélaginu á Facebook en þar hafa geisað heitar umræður um málið. Vísir sagði af því í gær að eigandi hundsins, Auður Kristín Pálmadóttir, hafi greint frá því að ungum þýskum fjárhundi, sem kallaður var Elvis, hafi verið lógað að sér forspurðri. Það var að undirlagi ræktanda hundsins. Málið hefur vakið mikla athygli. Auður Kristín sagði, í samtali við Vísi, að málið yrði kært til lögreglu. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur kæra ekki borist, en það fylgir þeirri sögu að lögreglan væntir kæru vegna málsins.Ólga innan Hundasamfélagsins Einn stjórnandi hópsins Hundasamfélagið, Guðfinna Kristinsdóttir, tilkynnti að hún hafði ákveðið að loka fyrir athugasemdir á þræði þar sem fjallað er um Elvis og dauða hans. Hún bendir á að málið sé flókið og „þeir sem hafa tjáð sig um málið frá hlið ræktandans hafa fengið hótanir í einkaskilaboðum, alveg eins og ræktandinn hefur verið að fá hótanir.“ Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að afhenda lögreglu þær hótanir til rannsóknar. Guðfinna bendir á að málið fari í ákveðið ferli hjá lögreglu og hún biður fólk að halda ró sinni. „Sé ræktandinn óheiðarlegur og sé það staðfest af Mast, Hrfí eða lögreglunni munum við ekki banna nafngreiningu,“ segir Guðfinna og vísar þá til þess hvaða ræktanda um ræðir. „En þangað til vil ég biðja fólk að halda ró sinni. Hundurinn var svæfður, við vitum ekki hvar og það eru rannsóknarhagsmunir.“Nágrannarnir óttuðust ElvisAð sönnu er það rétt að málið er flókið, það er viðkvæmt og ýmsar hliðar á því aðrar en þær sem fram hafa komið. Vísir ræddi við Hafdísi Óskarsdóttur hundaeftirlitsmann í Mosfellsbæ. Hún var verulega ósátt við að henni hafi verið blandað í málið, því hún hafi ekki haft afskipti af téðum hundi nú í margar vikur. En, fram kom að ræktandinn hafi tjáð eigandanum að Hafdís hafi komið að málinu. „Ég vil að það komi fram að ég kom ekki nálægt þessu máli. Það er lygi að ég hafi beðið um atferlismat á hundinum eins og fram hefur komið.“En, þú hefur haft afskipti af þessum hundi? „Reyndar. Það var kvartað mikið undan hundinum því hann gelti mikið í blokkinni þar sem hann bjó. Hann var óskráður, slapp stundum og fólk var orðið hvekkt.“ Hafdís bendir á að málið sé ekki lengur á sínu borði heldur heilbrigðiseftirlitsins. Vísir ræddi við Árna Davíðsson heilbrigðisfulltrúa sem staðfesti að hundurinn ætti sér forsögu. Og um hann er fjallað í opinberum gögnum, í málum vegna brota á hundasamþykkt. Tvær kvartanir nágranna eru dagsettar 10. júní og 12. júní 2016. Að sögn Árna var hundurinn óskráður og hefði aldrei fengið skráningu í andstöðu við nágranna, sem litu á hann sem ógn. „Fólk óttaðist hundinn.“Ólögmætur gjörningur að lóga hundinumÁrni segir það því fyrirliggjandi að mál tengd Elvis hafi komið til kasta heilbrigðiseftirlitsins. En, þar sem hundinum hefur nú verið lógað sé í raun afskiptum heilbrigðiseftirlitsins þar með lokið. „Það er ekki okkar að rannsaka þetta mál eða leiða til lykta. Það er lögreglu ef þetta er sakamál. Annars er þetta mál milli þessara tveggja aðila. Við höfum okkar valdheimildir og getum ekkert komið að þessu eins og komið er,“ segir Árni. Hann segir tvennum sögum fara af því hvernig það bar að eða hvað kom til að hundinum var kominn í hendur ræktanda. „Eftir að hafa haft hann í nokkra daga tekur hundræktandinn þá ákvörðun að aflífa hundinn. Það er ekki löglegur gjörningur. Við höfum leyfi samkvæmt hundasamþykkt að taka slíka ákvörðun að undangengnum málarekstri. En það var ekkert haft samband við okkur. En samkvæmt því sem hún segir var lítið hægt að gera fyrir þennan hund, ekkert hægt að tjónka við hann. Það eru svo sem bara hennar orð sem við getum ekki staðfest. En, ég hef enga ástæðu til að rengja það.“
Tengdar fréttir Lét aflífa ungan hund án samráðs við eiganda Mikið uppnám á Facebookhópnum Hundasamfélaginu hvar óvænt aflífun hunds er fordæmd fortakslaust. 5. september 2016 16:41 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Lét aflífa ungan hund án samráðs við eiganda Mikið uppnám á Facebookhópnum Hundasamfélaginu hvar óvænt aflífun hunds er fordæmd fortakslaust. 5. september 2016 16:41