Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Níu ára drengur var á gangi eftir göngustíg rétt ofan við Þorlákshöfn í gær þegar ókunnugur maður kom aftan að honum og reyndi draga hann inn í bíl til sín. Drengurinn náði að koma sér undan. Málið er í forgangi hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Rætt verður við móður drengsins kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hún segir son sinn vera skelfingu lostinn eftir atburðinn. Tuttugu og þrjú sambærileg mál hafa verið tilkynnt lögreglu það sem af er ári.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um tillögur sem verkefnisstjórn um skattamál leggur til en þær boða grundvallar breytingar á skattkerfinu.

Við verðum síðan í beinni frá nýliðanámskeiði Slysavarnafélagsins Landsbjargar og ræðum við nokkra sjómenn sem gera út frá Þorlákshöfn en þeir hafa fengið fjóra hákarla á línu hjá sér á jafn mörgum dögum, þar af eru þrír bláháfar sem er ein hættulegasta tegund hákarla í heimi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×