Innlent

Börnum boðið á leiksýningar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ari vill að börn njóti verka Þjóðleikhússins.
Ari vill að börn njóti verka Þjóðleikhússins. vísir/anton brink
Leikarar Þjóðleikhússins hyggjast leggja land undir fót í október og bjóða fimm og sex ára börnum vítt og breitt að njóta barnaleiksýningar á vegum leikhússins.

Í bréfi Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra til sveitarfélaga kemur fram að þau þurfi að útvega sýningar­rými sem og gistingu fyrir leikara. Erindi Ara hefur meðal annars verið tekið fyrir í félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar sem samþykkti að óska eftir leiksýningunni þangað. Kostnað á að færa á fjárhagsliðinn forvarnir. Sýningin heitir Lofthræddi örninn hann Örvar.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×