Innlent

Möguleikhúsið sér sína sæng uppreidda

Jakob Bjarnar skrifar
Þegar ríkið vill að feta sig þungum fótum inn á samkeppnismarkað getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Þegar ríkið vill að feta sig þungum fótum inn á samkeppnismarkað getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Vísir
„Það er vissulega ánægjulegt að Þjóðleikhúsið og Ari Matthíasson [Þjóðleikhússtjóri] vilji bjóða börnum landsins í leikhús, en hætt er við að þetta hafi alvarleg áhrif á starfsemi okkar í Möguleikhúsinu og annarra sem hafa verið að heimsækja skóla vítt og breytt um landið með leiksýningar fyrir börn,“ segir Pétur Eggerz á Facebooksíðu sinni, en hann hefur rekið hefur Möguleikhúsið í ár og áratugi.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að leikarar Þjóðleikhússins vilji leggja land undir fót í október og bjóða fimm og sex ára börnum vítt og breitt að njóta barnaleiksýningar á vegum leikhússins. Þetta mun, ef að líkum lætur, hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir Möguleikhúsið. Þó ásetningur ríkisins sé frómur þá getur reynst varhugavert að feta sig með slíkan rekstur inn á samkeppnismarkað.

„Undanfarin ár hefur raunar jafnt og þétt þrengt að möguleikum okkar, skólar hafa sífellt minna fjármagn til kaupa á sýningum og Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og fleiri í auknum mæli boðið upp á fríar sýningar fyrir nemendur grunn- og leikskóla,“ segir Pétur. Sýningar á landsbyggðinni hafa verið ein helsta lífæð Möguleikhússins til þessa og í raun eina ástæða þess að starfsemin hefur ekki lagst af með öllu.

„Fríar sýningar Þjóðleikhúss á ferð um landið er hinsvegar erfitt að keppa við. Nú leggjumst við undir feld og hugsum okkar gang.“


Tengdar fréttir

Börnum boðið á leiksýningar

Leikarar Þjóðleikhússins hyggjast leggja land undir fót í október og bjóða fimm og sex ára börnum vítt og breitt að njóta barnaleiksýningar á vegum leikhússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×