Færri fá fjárhagsaðstoð Sæunn Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Kópavogur Vísir Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð fækkar annað árið í röð samkvæmt tölum Hagstofunnar. Árið 2015 fengu 6.996 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 753, eða um 9,7 prósent, frá árinu áður. Af þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2015 voru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar fjölmennasti hópurinn, eða 45,4 prósent heimila. Hlutfall einstæðra barnlausa feðra hækkaði um 0,6 prósent á milli ára.Rannveig MaríaRannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa- og íbúðadeildar hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar, telur að það að mennirnir séu ekki með börn á framfæri og því ekki neinar aukagreiðslur spili þar inn í. „Slíkar greiðslur eru ekki skattskyldar þannig að þær auka verulega ráðstöfunartekjur. Ég held að þetta endurspegli erfiðleikana sem fólk hefur þegar það er um að ræða einar heimilistekjur. Auðvitað kostar að vera með börn en það er kostnaður við húsnæði sem er dýrastur og hann er oft sá sami hvort sem menn eru með börn eða ekki,“ segir Rannveig María. Rannveig María segir einnig einstæða menn oft einangraðri en konurnar. „Menn hafa ekki þetta stuðningsnet sem fylgir konum.“ Frá 2007 til 2013 fjölgaði heimilum árlega sem þáðu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, að jafnaði um 627 ári. Breyting í fjölda fjárhagsaðstoðarþega hefur haldist í hendur við þróun atvinnuleysis. Af þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2015 voru einstæðar konur með börn næst fjölmennasti hópurinn, 30,2 prósent heimila, og hækkaði hlutfallið um rúmlega fimm prósent milli ára. Árið 2015 voru 38 prósent viðtakenda fjárhagsaðstoðar atvinnulausir og þar af fimm sjöttu án bótaréttar, alls 2.172 einstaklingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð fækkar annað árið í röð samkvæmt tölum Hagstofunnar. Árið 2015 fengu 6.996 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 753, eða um 9,7 prósent, frá árinu áður. Af þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2015 voru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar fjölmennasti hópurinn, eða 45,4 prósent heimila. Hlutfall einstæðra barnlausa feðra hækkaði um 0,6 prósent á milli ára.Rannveig MaríaRannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa- og íbúðadeildar hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar, telur að það að mennirnir séu ekki með börn á framfæri og því ekki neinar aukagreiðslur spili þar inn í. „Slíkar greiðslur eru ekki skattskyldar þannig að þær auka verulega ráðstöfunartekjur. Ég held að þetta endurspegli erfiðleikana sem fólk hefur þegar það er um að ræða einar heimilistekjur. Auðvitað kostar að vera með börn en það er kostnaður við húsnæði sem er dýrastur og hann er oft sá sami hvort sem menn eru með börn eða ekki,“ segir Rannveig María. Rannveig María segir einnig einstæða menn oft einangraðri en konurnar. „Menn hafa ekki þetta stuðningsnet sem fylgir konum.“ Frá 2007 til 2013 fjölgaði heimilum árlega sem þáðu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, að jafnaði um 627 ári. Breyting í fjölda fjárhagsaðstoðarþega hefur haldist í hendur við þróun atvinnuleysis. Af þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2015 voru einstæðar konur með börn næst fjölmennasti hópurinn, 30,2 prósent heimila, og hækkaði hlutfallið um rúmlega fimm prósent milli ára. Árið 2015 voru 38 prósent viðtakenda fjárhagsaðstoðar atvinnulausir og þar af fimm sjöttu án bótaréttar, alls 2.172 einstaklingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira