Innlent

Lögregla elti mann sem var undir áhrifum á stolnum bíl

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Mennirnir tveir sem í bílnum voru eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.
Mennirnir tveir sem í bílnum voru eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Róbert
Eins og gefur að skilja var í nógu að snúast hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en 131 mál var skráð á dagbók lögreglu. Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi sótt viðburði Menningarnætur.

Rétt fyrir um klukkan þrjú í nótt hóf lögregla eftirför á bifreið sem neitaði að stoppa eftir að lögregla hafði beint bílnum upp að Snorrabraut frá Sæbraut. Til allrar lukku varð eftirförin ekki ýkja löng því ökumaður bifreiðarinnar ók upp á kantstein á horni Sæbrautar og Kirkjusands.

Bílinn skemmdist töluvert við áreksturinn og voru mennirnir tveir sem í bílnum voru handteknir. Í ljós kom að bílinn var stolinn en auk þess er ökumaður grunaður um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna. Hann var sviptur ökuleyfi á staðnum. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Dráttabifreið þurfti til þess að flytja bílinn á brott.

Mikil unglingadrykkja

Flest málin í gær voru þó tengd ölvun og hávaða en 11 einstaklingar gistu fangageymslur í nótt. Nokkuð var um það að lögregla hafði afskipti af drukknum unglingum sem ekki höfðu aldur til áfengisneyslu. Nokkrir voru teknir fyrir ölvunarakstur en tveir voru handteknir grunaðir um líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×