Innlent

Lögreglan rannsakar vespuþjófnað

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um þjófnaðina.
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um þjófnaðina. Grafík/Garðar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þjófnaði á bensín- og rafmagnsvespum. Fjórum slíkum var stolið í Kópavogi í gær. Einni var stolið af lóð Kársnesskóla og annari fyrir utan Menntaskólann í Kópavogi á milli 8.15 og 10.20. Báðum vespunum var læst með keðju sem klipptar voru í sundur.

Jafnframt var klippt á keðju á annarri vespu við Kársnesskóla, en sú vespa var ekki tekin.

Tveimur öðrum vespum var svo stolið síðdegis fyrir utan íþróttahúsið í Digrnesi. Önnur þeirra var læst við staur sem þar er. Það mun hafa gerst á milli 16.30 og 19.30.

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um þjófnaðina. Þeir sem geta varpað ljósi á þjófnaðina geta haft samband í einkaskilaboðum á Facebook síðu embættisins eða í síma lögreglunnar, 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×