Innlent

Rannsókn á kókaínsmygli er strand

Sveinn Arnarsson skrifar
Efnin fundust við komu Skógafoss í Sundahöfn í fyrra.
Efnin fundust við komu Skógafoss í Sundahöfn í fyrra. vísir/gva
Enn er óupplýst eiturlyfjasmygl í Skógafossi í júní í fyrra þegar tollvörður fann tæp þrjú kíló af kókaíni í gámi í skipinu. Enn liggja allir skipverjar undir grun.

Í júní í fyrra fundust um þrjú kíló af hvítu efni í bakpoka í gámi þar sem rafvirkjar geyma verkfæri sín. Tollvörður sem fann efnin fór ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla til lögreglu og tryggja vettvang svo rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Það var hins vegar ekki gert og skipverjum gert kunnugt um leið að efni hefði fundist í skipinu áður en lögregla kom á vettvang.

Senda átti rannsóknargögn utan til frekari rannsóknar en ekkert hefur bólað á niðurstöðum úr þeim rannsóknum.

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, segir Skógafoss eitt af leiguskipum fyrirtækisins. Eimskip hafi ekki heyrt af málinu í nokkra mánuði.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×