Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Bændasamtakanna sem segist vera opinn fyrir breytingum á búvörusamningum. Ein af þeim breytingum sem atvinnuveganefnd skoðar er að lækka eða afnema tolla á mjólkurvörur.

Einnig verður fjallað um námsgögn og kostnaðinn sem fylgir skólasetningu en Barnaheill vill að námsgögn verði hluti af gjaldfrjálsri menntun barna.

Við kynnum okkur einnig torkennilega sogbletti á mörgum ólympíuförum og verðum í beinni frá Jazzhátið Reykjavíkur sem hófst í dag. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×