Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Mikil uppbygging er í Smiðjuholti þar sem Búseti auglýsir nú til sölu 57 búseturétti. vísir/ernir Nú í ágúst auglýsir Búseti 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Íbúðir í húsunum eru af mörgum stærðum og gerðum, bæði í fjölbýli og raðhúsum. Íbúðirnar eru í Smiðjuholti, við Ísleifsgötu og á Laugarnesvegi. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir að af þessum auglýstu íbúðum séu fimmtíu og sjö í Smiðjuholti. Hann segir búseturéttinn dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það vilji margir bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. „Fyrir það fyrsta eru húsin byggð samkvæmt nýjustu byggingarreglugerð og kostnaður hefur því hækkað. Til dæmis eru svalir hússins hljóðeinangraðar samkvæmt kröfum um hljóðvist. Inn í þetta spilar líka að það eru bílastæði í kjallara og allt sem því fylgir samkvæmt kröfum í deiliskipulagi. Það leiðir af sér aukinn kostnaður í hússjóð og kyndingu,“ segir Gísli og segir félagið einfaldlega vera að bjóða upp á vöru sem er vönduð. „Verðmatið á þessum íbúðum er þrátt fyrir allt undir markaðsverði og við teljum réttinn hóflega verðlagðan miðað við mat markaðsaðila,“ segir hann.Gísli Örn, framkvæmdastjóri Búseta.vísir/völundurGísli nefnir að inni í verðinu séu fasteignagjöld, tryggingar, viðhalds- og fjármagnskostnaður. „Menn átta sig ekki á því hvað er innifalið í búsetugjaldinu og eiga það til að bera það saman við afborgun lána eina og sér,“ segir hann. Þá sé verðið hærra vegna þess að byggt er miðsvæðis. „Það kostar meira að byggja inni í grónum hverfum. Í úthverfum er hægt að byggja ódýrara húsnæði, þar er auðveldara að athafna sig,“ segir Gísli. „Fasteignamat er að auki hærra miðsvæðis, fasteignamatið gefur forsendu til fasteignagjalda og trygginga,“ segir hann. „Við erum með fjölbreytt val af íbúðum, frá tveggja herbergja íbúðum sem eru verðlagðar á um þrjátíu milljónir, sem er langt undir markaðsvirði ef fólk gerir einfalda leit á fasteignavefnum,“ segir Gísli. Sem dæmi má nefna að í Þverholti 23 er búseturéttur eftir leið B hjá Búseta á fjögurra herbergja, 132 fermetra íbúð á 7.616.400 krónur, þar sem 4.500.000 verða til eignarmyndunar. Mánaðarlegt búsetugjald er 322.818 krónur. „Við getum sagt að það sé ekki fyrir þá allra efnaminnstu að ráða við kostnaðinn sem stafar af hækkuðum byggingarkostnaði í þessum íbúðum sem eru byggðar miðsvæðis. En það er mikil eftirspurn. Margir vilja borga hærra en uppsett verð fyrir búseturéttinn og það er mikill áhugi á íbúðunum,“ segir Gísli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Nú í ágúst auglýsir Búseti 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Íbúðir í húsunum eru af mörgum stærðum og gerðum, bæði í fjölbýli og raðhúsum. Íbúðirnar eru í Smiðjuholti, við Ísleifsgötu og á Laugarnesvegi. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir að af þessum auglýstu íbúðum séu fimmtíu og sjö í Smiðjuholti. Hann segir búseturéttinn dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það vilji margir bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. „Fyrir það fyrsta eru húsin byggð samkvæmt nýjustu byggingarreglugerð og kostnaður hefur því hækkað. Til dæmis eru svalir hússins hljóðeinangraðar samkvæmt kröfum um hljóðvist. Inn í þetta spilar líka að það eru bílastæði í kjallara og allt sem því fylgir samkvæmt kröfum í deiliskipulagi. Það leiðir af sér aukinn kostnaður í hússjóð og kyndingu,“ segir Gísli og segir félagið einfaldlega vera að bjóða upp á vöru sem er vönduð. „Verðmatið á þessum íbúðum er þrátt fyrir allt undir markaðsverði og við teljum réttinn hóflega verðlagðan miðað við mat markaðsaðila,“ segir hann.Gísli Örn, framkvæmdastjóri Búseta.vísir/völundurGísli nefnir að inni í verðinu séu fasteignagjöld, tryggingar, viðhalds- og fjármagnskostnaður. „Menn átta sig ekki á því hvað er innifalið í búsetugjaldinu og eiga það til að bera það saman við afborgun lána eina og sér,“ segir hann. Þá sé verðið hærra vegna þess að byggt er miðsvæðis. „Það kostar meira að byggja inni í grónum hverfum. Í úthverfum er hægt að byggja ódýrara húsnæði, þar er auðveldara að athafna sig,“ segir Gísli. „Fasteignamat er að auki hærra miðsvæðis, fasteignamatið gefur forsendu til fasteignagjalda og trygginga,“ segir hann. „Við erum með fjölbreytt val af íbúðum, frá tveggja herbergja íbúðum sem eru verðlagðar á um þrjátíu milljónir, sem er langt undir markaðsvirði ef fólk gerir einfalda leit á fasteignavefnum,“ segir Gísli. Sem dæmi má nefna að í Þverholti 23 er búseturéttur eftir leið B hjá Búseta á fjögurra herbergja, 132 fermetra íbúð á 7.616.400 krónur, þar sem 4.500.000 verða til eignarmyndunar. Mánaðarlegt búsetugjald er 322.818 krónur. „Við getum sagt að það sé ekki fyrir þá allra efnaminnstu að ráða við kostnaðinn sem stafar af hækkuðum byggingarkostnaði í þessum íbúðum sem eru byggðar miðsvæðis. En það er mikil eftirspurn. Margir vilja borga hærra en uppsett verð fyrir búseturéttinn og það er mikill áhugi á íbúðunum,“ segir Gísli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira