Innlent

Kviknaði í sólpalli á Patreksfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Patreksfirði.
Frá Patreksfirði. Vísir/egill
Litlu mátti muna að illa færi, að mati Davíðs Rúnars Gunnarssonar , slökkviliðsstjóra á Patreksfirði, þegar eldur kviknaði í sólpalli fyrir utan íbúðarhús í bænum. Eldtungur teygðu sig upp eftir húsveggnum þannig að tvær rúður sprungu vegna hita.

Þetta gerðist um eittleytið í nótt og urðu nágrannar þessa varir og kölluðu á slökkviliðið. Einn karlmaður var í húsinu og sakaði hann ekki.

Slökkvistarf gekk vel, en að því loknu rifu slökkviliðsmenn hluta sólpallsins og klæðningu að hluta af húsinu til að komast fyrir glæður. Davíð Rúnar kann enga skýringu á eldsupptökum, en lögreglan á Vestfjörðum mun rannsaka málið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×