Innlent

Reif í hár dyravarðar og beit hann í fingurinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan var handtekin og gisti fangageymslu.
Konan var handtekin og gisti fangageymslu. vísir/heiða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tæplega þrítuga konu rétt eftir miðnætti í nótt þar sem hún hafði veist að dyraverði á krá við Laugaveg. Konan beit dyravörðinn í fingurinn, reif í hár hans og braut farsíma hans.

Þegar lögregla kom á krána var konan farin út af staðnum og er lögreglumenn gerðu tilraun til að ræða við hana neitaði hún alfarið að gefa upp nafn sitt. Þá hafði konan í hótunum við lögreglu og hrækti á lögreglumann. Konan gisti fangageymslu í nótt að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

 

Þá fór innbrotskerfi verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í gang um fjögurleytið í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mjög ölvaður maður hafði komist þangað inn og lagst til svefns. Hann var handtekinn og fékk að sofa í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×