Sport

Phelps jafnaði 2.168 ára gamalt Ólympíumet

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phelps er besti íþróttamaður allra tíma að margra mati.
Phelps er besti íþróttamaður allra tíma að margra mati. vísir/getty
Michael Phelps er svo magnaður að hann er farinn að jafna met sem voru sett fyrir komu Krists.

Phelps er sigursælasti Ólympíufari allra tíma með 21 gull í pokanum sínum. Þeim gæti síðan fjölgað í nótt. Alls á hann 25 verðlaun frá Ólympíuleikum en hann er minna í þvi að fá silfur og brons.

Tólf af þessum gullum eru fyrir sigur í einstaklingskeppni og búið er að finna út þá stórkostlegu staðreynd að hann sé þar með búinn að jafna 2.168 ára gamalt met.

Það met hefur verið í eigu Leonidas frá Rhodes en hann var mikill íþróttakappi á sínum tíma. Leonidas var spretthlaupari og átti enginn roð í hann.

Phelps með enn eitt gullið.vísir/getty
Haldið er vel utan um öll gögn um sögu Ólympíuleikanna eins langt og hægt er. Á leikunum 164 fyrir Krist þá fór Leonidas mikinn. Þá vann hann spretthlaupið um leikvanginn en það var um 200 metra hlaup.

Leonidas var líka fyrstur í tvöföldu hlaupi inn á vellinum. Hann vann einnig mjög sérstakt hlaup þar sem menn voru með hjálma og báru þungan skjöld til þess að gera hlaupið erfiðara.

Leonidas vann aftur þrjú gull á leikunum 160 fyrir Krist sem og á næstu tveimur leikum eftir það. Bestur á fjórum leikum í röð rétt eins og Phelps.

Leonidas hefur verið mikil stjarna á sínum tíma enda voru greinarnar hans með þeim vinsælustu.

Það er aðdáunarvert að Leonidas hafi haldið þessu meti sínu í allan þennan tíma og áttu líklega fáir von á því að það yrði slegið. Nú eru líkur á því að hann missi það alfarið í hendur Michael Phelps frá Baltimore sem hefur tvö tækifæri í viðbót til þess að næla í annað gull.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×