Innlent

Íkveikja af mannavöldum ekki útilokuð

Gissur Sigurðsson skrifar
Enn er allt á huldu um eldsupptök í sólpalli við íbúðarhús á Patreksfirði í nótt en lögreglan á Vestfjörðum rannsakar málið. Engir möguleikar, þar með íkveikja af mannavöldum,  eru útilokaðir á þessari stundu.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði, sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að eldtungur hafi teygt sig upp eftir húsveggnum þannig að tvær rúður hafi sprungið vegna hita, en að eldurinn hafi ekki náð að teygja sig inn áður en slökkviliðið kom á vettvang.

Þetta gerðist um eitt leitið í nótt þegar húsráðandi var í fasta svefni, en nágrannar urðu þess varir og kölluðu á slökkviliðið. Húsráðandi kom sér þá út og sakaði ekki.

Slökkvistarf gekk vel, en að því loknu rifu slökkviliðsmenn hluta sólpallsins og klæðningu að hluta af húsinu til að komast yfir glæður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×