Innlent

Karl sækist eftir fyrsta sæti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/GVA
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar, en valið verður á lista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi í lok mánaðarsins.

Karl hefur setið á þingi frá árinu 2013 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Í tilkynningu frá Karli segir að á næsta kjörtímabili þurfi að leggja áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með stórauknum framlögum, bæta kjör aldraðra og öryrkja og styrkja innviði landsins, þar með talið samgöngur. Þá vill Karl einnig að húsnæðismál ungs fólks verði einnig í forgrunni.

Í tilkynningunni segir Karl að hann hafi í þingstörfum sínum lagt áherslu á á heilbrigðismál, skattamál og málefni tengd öldruðum, og lagt fram frumvörp og þingsályktunartillögur þar um.

Stefnt er að því að halda þingkosningar í haust en þó hefur dagsetning þeirra ekki verið ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×