Innlent

Gott að óvissan sé frá

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Fréttablaðið/Ernir
„Fyrst og fremst er auðvitað gott að þessi óvissa sem hefur verið uppi sé nú frá,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um þau tíðindi að gengið verði til kosninga 29. október.

Sigurður Ingi Jóhannsson for­sætis­ráðherra deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að stjórnarandstaðan verði með málþóf, nú þegar dagsetning liggur fyrir.

„Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að loknum fundi hans með formönnum allra stjórnmálaflokka þar sem þessi dagsetning var sett fram.

Katrín segir alla þingmenn hafa metnað fyrir því að þingstörfin gangi vel fyrir sig: „En við erum líka meðvituð um að við erum ekki sammála um allt. Þannig að ef ætlast er til þess að þingið starfi eðlilega þá er mikilvægt að við nálgumst hlutina málefnalega.“

Líða þurfa 45 dagar til kosninga frá því heimild fæst til þingrofs.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×