Lögmenn sagðir nota handrukkara í störfum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. ágúst 2016 07:00 Lögmaður segir það vera á vitorði margra í stéttinni að notaðir séu misindismenn til dæmis í þeim tilgangi að innheimta kröfur. Visir/GVA „Þetta er meinsemd sem þarf að ræða en hefur ekki farið hátt,“ segir Sævar Jónsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofu, en hann segir staðreynd að innan lögmannastéttarinnar þrífist lítill hópur lögmanna sem beiti fyrir sig misindismönnum eða svokölluðum handrukkurum til að hafa áhrif á framgang mála. „Þessir lögmenn hafa leiðst inn á þá braut að nýta sér ógnanir misindismanna og beita einstaklinga hótunum um líkamlegt ofbeldi eða skemmdarverk geri þeir ekki eins og þeim er sagt.“ Á lögmannsstofu Sævars kom slíkt atvik upp fyrr á þessu ári en þá komu menn á vegum lögmanna sem beittu sér gegn starfsfólki stofunnar í þeim tilgangi að fá starfsmenn ofan af því að halda áfram með tiltekið mál. Starfsmönnum var ógnað með óbeinum skilaboðum. „Þannig koma þeir á starfsstöðvar með bein eða óbein skilaboð til starfsmanna. Þeir eru til dæmis notaðir til að innheimta kröfur eða til að þvinga það fram að lögmenn hætti með mál en þá hafa þeir sem senda misindismennina hagsmuni af málinu sem lögmenn.“Sævar Jónsson, lögmaðurSævar segir að það verði að vekja athygli á slíkum málum og vill meina að slíkt sé á vitorði margra innan stéttarinnar. „Þetta má ekki viðgangast, sérstaklega þegar lögmenn beita sér í slíkum málum gegn kollegum sínum,“ segir Sævar og bætir við að lögmenn eigi að vera málsvarar réttlætis og eigi að efla rétt og hindra órétt. Sævar segir mikilvægt að allt slíkt ofbeldi sé kært til lögreglu eða vísað til lögmannafélagsins. „Reglan hjá okkur er sú að taka mjög hart á þessu og tilkynna öll slík brot.“ Samkvæmt upplýsingum frá úrskurðarnefnd lögmanna er eitt mál á borði nefndarinnar þar sem kvartað er yfir því að lögmaður hafi falið ólöglærðum manni að innheimta reikninga. „Ef rétt reynist og lögmenn eru að beita misindismönnum til að setja fram hótanir í því skyni að ná fram markmiðum er það grafalvarlegt mál. Valdið til að kveða á um það hvað sé sannað í málunum er hjá úrskurðarnefndinni sem og valdið til að ákveða afleiðingar þess,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Hann bætir við að slík háttsemi sé svo alvarlegt brot að það hljóti að koma til álita að svipta menn réttindunum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
„Þetta er meinsemd sem þarf að ræða en hefur ekki farið hátt,“ segir Sævar Jónsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofu, en hann segir staðreynd að innan lögmannastéttarinnar þrífist lítill hópur lögmanna sem beiti fyrir sig misindismönnum eða svokölluðum handrukkurum til að hafa áhrif á framgang mála. „Þessir lögmenn hafa leiðst inn á þá braut að nýta sér ógnanir misindismanna og beita einstaklinga hótunum um líkamlegt ofbeldi eða skemmdarverk geri þeir ekki eins og þeim er sagt.“ Á lögmannsstofu Sævars kom slíkt atvik upp fyrr á þessu ári en þá komu menn á vegum lögmanna sem beittu sér gegn starfsfólki stofunnar í þeim tilgangi að fá starfsmenn ofan af því að halda áfram með tiltekið mál. Starfsmönnum var ógnað með óbeinum skilaboðum. „Þannig koma þeir á starfsstöðvar með bein eða óbein skilaboð til starfsmanna. Þeir eru til dæmis notaðir til að innheimta kröfur eða til að þvinga það fram að lögmenn hætti með mál en þá hafa þeir sem senda misindismennina hagsmuni af málinu sem lögmenn.“Sævar Jónsson, lögmaðurSævar segir að það verði að vekja athygli á slíkum málum og vill meina að slíkt sé á vitorði margra innan stéttarinnar. „Þetta má ekki viðgangast, sérstaklega þegar lögmenn beita sér í slíkum málum gegn kollegum sínum,“ segir Sævar og bætir við að lögmenn eigi að vera málsvarar réttlætis og eigi að efla rétt og hindra órétt. Sævar segir mikilvægt að allt slíkt ofbeldi sé kært til lögreglu eða vísað til lögmannafélagsins. „Reglan hjá okkur er sú að taka mjög hart á þessu og tilkynna öll slík brot.“ Samkvæmt upplýsingum frá úrskurðarnefnd lögmanna er eitt mál á borði nefndarinnar þar sem kvartað er yfir því að lögmaður hafi falið ólöglærðum manni að innheimta reikninga. „Ef rétt reynist og lögmenn eru að beita misindismönnum til að setja fram hótanir í því skyni að ná fram markmiðum er það grafalvarlegt mál. Valdið til að kveða á um það hvað sé sannað í málunum er hjá úrskurðarnefndinni sem og valdið til að ákveða afleiðingar þess,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Hann bætir við að slík háttsemi sé svo alvarlegt brot að það hljóti að koma til álita að svipta menn réttindunum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira