Lögmenn sagðir nota handrukkara í störfum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. ágúst 2016 07:00 Lögmaður segir það vera á vitorði margra í stéttinni að notaðir séu misindismenn til dæmis í þeim tilgangi að innheimta kröfur. Visir/GVA „Þetta er meinsemd sem þarf að ræða en hefur ekki farið hátt,“ segir Sævar Jónsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofu, en hann segir staðreynd að innan lögmannastéttarinnar þrífist lítill hópur lögmanna sem beiti fyrir sig misindismönnum eða svokölluðum handrukkurum til að hafa áhrif á framgang mála. „Þessir lögmenn hafa leiðst inn á þá braut að nýta sér ógnanir misindismanna og beita einstaklinga hótunum um líkamlegt ofbeldi eða skemmdarverk geri þeir ekki eins og þeim er sagt.“ Á lögmannsstofu Sævars kom slíkt atvik upp fyrr á þessu ári en þá komu menn á vegum lögmanna sem beittu sér gegn starfsfólki stofunnar í þeim tilgangi að fá starfsmenn ofan af því að halda áfram með tiltekið mál. Starfsmönnum var ógnað með óbeinum skilaboðum. „Þannig koma þeir á starfsstöðvar með bein eða óbein skilaboð til starfsmanna. Þeir eru til dæmis notaðir til að innheimta kröfur eða til að þvinga það fram að lögmenn hætti með mál en þá hafa þeir sem senda misindismennina hagsmuni af málinu sem lögmenn.“Sævar Jónsson, lögmaðurSævar segir að það verði að vekja athygli á slíkum málum og vill meina að slíkt sé á vitorði margra innan stéttarinnar. „Þetta má ekki viðgangast, sérstaklega þegar lögmenn beita sér í slíkum málum gegn kollegum sínum,“ segir Sævar og bætir við að lögmenn eigi að vera málsvarar réttlætis og eigi að efla rétt og hindra órétt. Sævar segir mikilvægt að allt slíkt ofbeldi sé kært til lögreglu eða vísað til lögmannafélagsins. „Reglan hjá okkur er sú að taka mjög hart á þessu og tilkynna öll slík brot.“ Samkvæmt upplýsingum frá úrskurðarnefnd lögmanna er eitt mál á borði nefndarinnar þar sem kvartað er yfir því að lögmaður hafi falið ólöglærðum manni að innheimta reikninga. „Ef rétt reynist og lögmenn eru að beita misindismönnum til að setja fram hótanir í því skyni að ná fram markmiðum er það grafalvarlegt mál. Valdið til að kveða á um það hvað sé sannað í málunum er hjá úrskurðarnefndinni sem og valdið til að ákveða afleiðingar þess,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Hann bætir við að slík háttsemi sé svo alvarlegt brot að það hljóti að koma til álita að svipta menn réttindunum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Þetta er meinsemd sem þarf að ræða en hefur ekki farið hátt,“ segir Sævar Jónsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofu, en hann segir staðreynd að innan lögmannastéttarinnar þrífist lítill hópur lögmanna sem beiti fyrir sig misindismönnum eða svokölluðum handrukkurum til að hafa áhrif á framgang mála. „Þessir lögmenn hafa leiðst inn á þá braut að nýta sér ógnanir misindismanna og beita einstaklinga hótunum um líkamlegt ofbeldi eða skemmdarverk geri þeir ekki eins og þeim er sagt.“ Á lögmannsstofu Sævars kom slíkt atvik upp fyrr á þessu ári en þá komu menn á vegum lögmanna sem beittu sér gegn starfsfólki stofunnar í þeim tilgangi að fá starfsmenn ofan af því að halda áfram með tiltekið mál. Starfsmönnum var ógnað með óbeinum skilaboðum. „Þannig koma þeir á starfsstöðvar með bein eða óbein skilaboð til starfsmanna. Þeir eru til dæmis notaðir til að innheimta kröfur eða til að þvinga það fram að lögmenn hætti með mál en þá hafa þeir sem senda misindismennina hagsmuni af málinu sem lögmenn.“Sævar Jónsson, lögmaðurSævar segir að það verði að vekja athygli á slíkum málum og vill meina að slíkt sé á vitorði margra innan stéttarinnar. „Þetta má ekki viðgangast, sérstaklega þegar lögmenn beita sér í slíkum málum gegn kollegum sínum,“ segir Sævar og bætir við að lögmenn eigi að vera málsvarar réttlætis og eigi að efla rétt og hindra órétt. Sævar segir mikilvægt að allt slíkt ofbeldi sé kært til lögreglu eða vísað til lögmannafélagsins. „Reglan hjá okkur er sú að taka mjög hart á þessu og tilkynna öll slík brot.“ Samkvæmt upplýsingum frá úrskurðarnefnd lögmanna er eitt mál á borði nefndarinnar þar sem kvartað er yfir því að lögmaður hafi falið ólöglærðum manni að innheimta reikninga. „Ef rétt reynist og lögmenn eru að beita misindismönnum til að setja fram hótanir í því skyni að ná fram markmiðum er það grafalvarlegt mál. Valdið til að kveða á um það hvað sé sannað í málunum er hjá úrskurðarnefndinni sem og valdið til að ákveða afleiðingar þess,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Hann bætir við að slík háttsemi sé svo alvarlegt brot að það hljóti að koma til álita að svipta menn réttindunum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira