Innlent

Harður árekstur á Bústaðavegi

Birta Svavarsdóttir skrifar
Harður árekstur varð á Bústaðavegi fyrr í kvöld.
Harður árekstur varð á Bústaðavegi fyrr í kvöld. Vísir
Nokkuð harður tveggja bíla árekstur varð á níunda tímanum á Bústaðavegi í kvöld. Tveir sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll voru sendir á slysstað.

Fjórir voru fluttir á slysadeild, þrír með minniháttar meiðsl en sá fjórði meira slasaður. Klippa þurfti þann fjórða úr bílnum, en báðir bílar eru nokkuð laskaðir eftir áreksturinn. Enginn er talinn vera í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×