Innlent

Fjársvikarar komnir í bæinn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Í gærmorgun var lögregla kölluð út í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði vegna manna sem reyndu að blekkja fólk.
Í gærmorgun var lögregla kölluð út í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði vegna manna sem reyndu að blekkja fólk.
Nokkur útköll hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga vegna manna sem segjast vera að safna fyrir heyrnarlausa og þykjast vera heyrnarlausir sjálfir.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á Suðurnesjum væri að leita að mönnum sem grunaðir væru um tilraun til fjársvika með því að blekkja fólk og þykjast vera heyrnarlausir. Síðastliðinn föstudag gengu þeir um Reykjanesbæ og reyndu að blekkja fólk.

Í gærmorgun var lögregla kölluð út í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði vegna manna sem reyndu að blekkja fólk.

Ekki er vitað hvort lögregla náði tali af mönnunum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ganga mennirnir hart að fólki og eru ágengir.

Grunur leikur á því að um sömu menn og reyndu að blekkja fólk á Suðurnesjunum sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×