Innlent

Á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Erlendur ferðamaður var tekinn á 146 kílómetra á Reykjanesbraut um helgina.
Erlendur ferðamaður var tekinn á 146 kílómetra á Reykjanesbraut um helgina. Visir/Haraldur
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann um helgina sem fór um Reykjanesbrautina á 146 kílómetra hraða. Um var að ræða erlendan ferðamann sem greiddi sektina á staðnum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þá sektaði lögreglan einnig fjóra til viðbótar um helgina fyrir of hraðan akstur, einnig á Reykjanesbraut.

Auk þess voru fjórir ökumenn færðir á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur en þar af var einn sem hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur staðfestu neyslu ökumannanna á fíkniefnum.

Þá velti einn ökumaður bíl sínum um helgina þegar hann sofnaði undir stýri. Varð óhappið á Reykjanesbraut vestan við Grindavíkurveg. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann var ómeiddur en lerkaður eftir veltuna. Þá var bíllinn mikið skemmdur og þurfti dráttarbifreið til að fjarlægja hann af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×