Erlent

Þúsundir flýja heimili sín vegna kjarrelds

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá öðrum eldi í Kaliforníu fyrr á árinu.
Frá öðrum eldi í Kaliforníu fyrr á árinu. Vísir/AFP
Um 4.500 íbúum Wrightwood í Kaliforníu hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín. Stór kjarreldur stefnir á bæinn en hann fer verulega hratt yfir. Eldurinn hefur lokað veginum á milli Las Vegas og suðurhluta Kaliforníu og hafa búgarðar brunnið. Til stendur að rýma aðra bæi á svæðinu einnig.

Annarsstaðar í ríkinu hefur um fjögur þúsund íbúum Clearlake verið leyft að snúa aftur til heimila sinna. Samkvæmt LA Times hafa hundruð heimila brunnið á undanförnum misserum og átta manns hafa látið lífið í skógar og kjarreldum.

Minnst 700 slökkviliðsmenn berjast við eldinn á um 57 bílum og tíu þyrlum og flugvélum. Tveir slökkviliðsmenn hafa slasast við að berjast gegn eldinn.

Plöntur eru verulega þurrar á svæðinu þar sem rigning hefur verið lítil og vindur er sterkur. Því hefur eldurinn farið svo hratt yfir.

Tvær fréttir CBS í Los Angeles



Fleiri fréttir

Sjá meira


×