Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um barnsránið í Kópavogi og rætt við leikskólastýru í Rjúpnasölum en hún og starfsfólk hennar fann bílinn og barnið óhult stuttu eftir að umfangsmikil leit lögreglu hófst.

Kvöldfréttirnar verða sendar út frá Akureyri en rætt verður bæjarstjóra Akureyrar í beinni um millilandaflug frá bænum en vilji er fyrir því að stórefla það. Þá verður rætt við fiskistofustjóra sem segir stofnunina enn vera að takast á við erfiðleika sem tengjast flutningum Fiskistofu til Akureyrar en það mun, að hans mati, taka mörg ár fyrir stofnunina að ná sér eftir flutningana.

Þá fjöllum við um ylströnd við Egilsstaði en búið er að tryggja fjármagn fyrir verkefninu og gera frumkvöðlarnir ráð fyrir fjörutíu þúsund strandgestum á ári. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fylgist með því klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi. Verið þið sæl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×