Innlent

Fjölskyldan á Melabraut leitar eftir húsnæði: „Nú er pabbi búinn að missa konuna, hundinn, húsið og allt innbú“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá slökkvistörfum á vettvangi.
Frá slökkvistörfum á vettvangi. vísir/ernir
Fjölskyldan sem missti húsnæði sitt í bruna á Seltjarnarnesi í gær leitar eftir húsi til langtímaleigu.

Jóhanna Ósk Snædal auglýsir eftir húsnæði fyrir föður sinn og bróður, sem búsettir voru í húsinu. Um er að ræða æskuheimili Jóhönnu en hún og systkini hennar ólust þar upp.

Fjölskylduhundurinn Perla, sem Jóhanna tók sjálf á móti, fórst í brunanum, en hún gerði nágrönnum viðvart um eldinn.

Jóhanna segir í Facebook færslu sinni að fjölskyldan hafi þurft að þola margt á stuttum tíma en móðir hennar lést fyrir stuttu.

„Nú er pabbi búinn að missa konuna, hundinn, húsið og allt innbú á þessum tíma og Dabbi bróðir líka,“ segir Jóhanna meðal annars. Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir feðgana.

Facebook færslu Jóhönnu má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×