Nítján aðgerðum á gjörgæslu frestað á árinu vegna þrengsla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Þegar gjörgæsludeild Landspítalans er full er algengast að aðgerð sé frestað um einn til tvo daga en stökum sinnum lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frá áramótum hefur þurft að fresta nítján aðgerðum vegna plássleysis á gjörgæsludeildum Landspítalans á Hringbraut og í Fossvogi. Fimmtán aðgerðum var frestað á Hringbraut og fjórum í Fossvogi. „Það eru tvær aðgerðir á mánuði að meðaltali sem frestast. Sjö pláss eru á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og sjö á Hringbraut en síðast var aðgerð frestað á mánudaginn vegna þess að deildin var full,“ segir Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans.Alma D. MöllerAlgengast er að aðgerð sé frestað um einn til tvo daga en stöku sinnum lengur. Alma segir að alltaf sé reynt að framkvæma aðgerð eins fljótt og auðið er. „Þetta er úrræði sem okkur finnst mjög leitt að þurfa að grípa til en það er okkar mat að ef aðgerð getur beðið sjúklingsins vegna sé það betra að bíða með hana í einhverja daga en að sjúklingur þurfi að leggjast inn á yfirfulla deild.“ Alma segir að stöðugt sé leitað leiða til að hindra að fresta þurfi aðgerðum og hvert einasta tilvik sé metið vandlega af skurðlæknum og gjörgæslulæknum. „Unnið er að því að tryggja fjármuni til að efla mönnun frekar, meðal annars með því að mennta fleiri gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að hægt verði að eiga alltaf frátekið pláss fyrir slíkar aðgerðir.“ Hún segir þetta vera vandamál sem allar gjörgæsludeildir heims glími við en það geti alltaf skapast álagstoppar þar sem slíkar deildir fyllist, til dæmis vegna slysa eða faraldra. „Ef það verður til dæmis eitt stórt slys þá hefur það mikil áhrif,“ segir Alma. Algengast er að deildin fyllist í janúar og febrúar þegar inflúensa og aðrar pestir herja á landann. Unnið er að því að styrkja mönnum á deildinni og hefur ástandið verið óvenjugott í sumar að sögn Ölmu. „Frá 1. júní hefur þurft að fresta tveimur aðgerðum,“ segir Alma og bætir við að ástæða þess að frestun aðgerða sem útheimti gjörgæslu sé algengari á Hringbraut sé sú að fjöldi aðgerða þar sem þurfi gjörgæsluinnlögn sé meiri þar, til dæmis hjartaaðgerðir og stórar kviðarholsaðgerðir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira
Frá áramótum hefur þurft að fresta nítján aðgerðum vegna plássleysis á gjörgæsludeildum Landspítalans á Hringbraut og í Fossvogi. Fimmtán aðgerðum var frestað á Hringbraut og fjórum í Fossvogi. „Það eru tvær aðgerðir á mánuði að meðaltali sem frestast. Sjö pláss eru á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og sjö á Hringbraut en síðast var aðgerð frestað á mánudaginn vegna þess að deildin var full,“ segir Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans.Alma D. MöllerAlgengast er að aðgerð sé frestað um einn til tvo daga en stöku sinnum lengur. Alma segir að alltaf sé reynt að framkvæma aðgerð eins fljótt og auðið er. „Þetta er úrræði sem okkur finnst mjög leitt að þurfa að grípa til en það er okkar mat að ef aðgerð getur beðið sjúklingsins vegna sé það betra að bíða með hana í einhverja daga en að sjúklingur þurfi að leggjast inn á yfirfulla deild.“ Alma segir að stöðugt sé leitað leiða til að hindra að fresta þurfi aðgerðum og hvert einasta tilvik sé metið vandlega af skurðlæknum og gjörgæslulæknum. „Unnið er að því að tryggja fjármuni til að efla mönnun frekar, meðal annars með því að mennta fleiri gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að hægt verði að eiga alltaf frátekið pláss fyrir slíkar aðgerðir.“ Hún segir þetta vera vandamál sem allar gjörgæsludeildir heims glími við en það geti alltaf skapast álagstoppar þar sem slíkar deildir fyllist, til dæmis vegna slysa eða faraldra. „Ef það verður til dæmis eitt stórt slys þá hefur það mikil áhrif,“ segir Alma. Algengast er að deildin fyllist í janúar og febrúar þegar inflúensa og aðrar pestir herja á landann. Unnið er að því að styrkja mönnum á deildinni og hefur ástandið verið óvenjugott í sumar að sögn Ölmu. „Frá 1. júní hefur þurft að fresta tveimur aðgerðum,“ segir Alma og bætir við að ástæða þess að frestun aðgerða sem útheimti gjörgæslu sé algengari á Hringbraut sé sú að fjöldi aðgerða þar sem þurfi gjörgæsluinnlögn sé meiri þar, til dæmis hjartaaðgerðir og stórar kviðarholsaðgerðir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira