Steytir á LÍN og búvörusamningum Sveinn Arnarsson skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Níu þingfundardagar eru eftir af þessu þingi þar til boða á til kosninga þann 29. október næstkomandi. Nú bíða rúm sjötíu mál eftir fyrstu umræðu í þinginu og rúm fimmtíu mál liggja inni í nefndum þingsins. Enn eru einnig veigamikil mál sem eiga eftir að koma til þings áður en því lýkur. Aðilar innan ríkisstjórnarinnar hafa sagt það skipta miklu máli að stjórnarandstaðan þvælist ekki fyrir þingmálum í störfum þingsins ef hægt eigi að vera að ganga til kosninga í lok október. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lét hafa það eftir sér að það væri ekki sjálfgefið að kosið yrði 29. október ef stjórnarandstaðan myndi tefja öll mál. Ríkisstjórnin yrði að koma þeim málum í gegn sem lögð yrðu fram. Í samræðum við þingmenn innan raða stjórnarandstöðunnar er hins vegar greinilegt að nokkur mál munu ekki fara í gegnum þingið óbreytt. Samhljómur er innan minnihlutans um að frumvarp menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna og búvörusamningar landbúnaðarráðherra muni verða erfið mál og andstaðan ætlar sér að spyrna fast við fótum og torvelda þessum málum brautargengi í þinginu. Einnig eru þingmenn sem rætt var við í gær hræddir um að ný frumvörp dúkki upp frá ríkisstjórn á síðustu dögum þingsins sem þurfi kannski mikla yfirlegu til að vel megi vera. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, segir LÍN-frumvarpið þurfa mikla yfirlegu í nefndinni. „Mér sýnist enn fremur ekki vera sátt um það milli ríkisstjórnarflokkanna. Einnig eru búvörusamningarnir mjög umdeildir og það verður þrautin þyngri að vinna úr þeim á þeim stutta tíma sem eftir er,“ segir Bjarkey og bætir við að samgönguáætlun sé enn ekki komin til þings. „Við höfum ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil og það svo sem skiptir ekki máli þó við bíðum í þrjá mánuði í viðbót og tökum hana eftir kosningar. Við munum hins vegar ræða vel búvörusamninga og Lánasjóðinn.“ „Af þeim málum sem eru inni í þinginu er ekki ágreiningur um margt enda lítið af stórum málum,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Það er í sjálfu sér rétt hjá Vigdísi Hauksdóttur að það væri hægt að ljúka störfum strax og ganga til kosninga. “Fjöldi mála mun að öllum líkindum sofna í nefndum þingsins líkt og undanfarin ár. Það er hins vegar spurning hvað ríkisstjórnarflokkarnir munu leggja áherslu á. Líklegt er að búvörusamningar fari í gegnum þingið með breytingum. Samkvæmt spjalli við stjórnarmenn er ólíklegt að það sé full eining um Lánasjóðsfrumvarpið óbreytt og því þurfi að gera viðamiklar breytingar. Flestir eru sammála því að frumvarp Eyglóar Harðardóttur um breytingar á fæðingarorlofssjóði fari ekki í gegnum þingið. Frumvarpið er enn til umsagnar í ráðuneytinu. „Ágreiningsmálin eru augljóslega búvörusamningarnir og málefni Lánasjóðs stúdenta. Það eru allir sammála um að það er óeðlilegt að fráfarandi ríkisstjórn skuldbindi ríkið um háar fjárhæðir langt fram í tímann,“ segir Helgi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Níu þingfundardagar eru eftir af þessu þingi þar til boða á til kosninga þann 29. október næstkomandi. Nú bíða rúm sjötíu mál eftir fyrstu umræðu í þinginu og rúm fimmtíu mál liggja inni í nefndum þingsins. Enn eru einnig veigamikil mál sem eiga eftir að koma til þings áður en því lýkur. Aðilar innan ríkisstjórnarinnar hafa sagt það skipta miklu máli að stjórnarandstaðan þvælist ekki fyrir þingmálum í störfum þingsins ef hægt eigi að vera að ganga til kosninga í lok október. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lét hafa það eftir sér að það væri ekki sjálfgefið að kosið yrði 29. október ef stjórnarandstaðan myndi tefja öll mál. Ríkisstjórnin yrði að koma þeim málum í gegn sem lögð yrðu fram. Í samræðum við þingmenn innan raða stjórnarandstöðunnar er hins vegar greinilegt að nokkur mál munu ekki fara í gegnum þingið óbreytt. Samhljómur er innan minnihlutans um að frumvarp menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna og búvörusamningar landbúnaðarráðherra muni verða erfið mál og andstaðan ætlar sér að spyrna fast við fótum og torvelda þessum málum brautargengi í þinginu. Einnig eru þingmenn sem rætt var við í gær hræddir um að ný frumvörp dúkki upp frá ríkisstjórn á síðustu dögum þingsins sem þurfi kannski mikla yfirlegu til að vel megi vera. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, segir LÍN-frumvarpið þurfa mikla yfirlegu í nefndinni. „Mér sýnist enn fremur ekki vera sátt um það milli ríkisstjórnarflokkanna. Einnig eru búvörusamningarnir mjög umdeildir og það verður þrautin þyngri að vinna úr þeim á þeim stutta tíma sem eftir er,“ segir Bjarkey og bætir við að samgönguáætlun sé enn ekki komin til þings. „Við höfum ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil og það svo sem skiptir ekki máli þó við bíðum í þrjá mánuði í viðbót og tökum hana eftir kosningar. Við munum hins vegar ræða vel búvörusamninga og Lánasjóðinn.“ „Af þeim málum sem eru inni í þinginu er ekki ágreiningur um margt enda lítið af stórum málum,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Það er í sjálfu sér rétt hjá Vigdísi Hauksdóttur að það væri hægt að ljúka störfum strax og ganga til kosninga. “Fjöldi mála mun að öllum líkindum sofna í nefndum þingsins líkt og undanfarin ár. Það er hins vegar spurning hvað ríkisstjórnarflokkarnir munu leggja áherslu á. Líklegt er að búvörusamningar fari í gegnum þingið með breytingum. Samkvæmt spjalli við stjórnarmenn er ólíklegt að það sé full eining um Lánasjóðsfrumvarpið óbreytt og því þurfi að gera viðamiklar breytingar. Flestir eru sammála því að frumvarp Eyglóar Harðardóttur um breytingar á fæðingarorlofssjóði fari ekki í gegnum þingið. Frumvarpið er enn til umsagnar í ráðuneytinu. „Ágreiningsmálin eru augljóslega búvörusamningarnir og málefni Lánasjóðs stúdenta. Það eru allir sammála um að það er óeðlilegt að fráfarandi ríkisstjórn skuldbindi ríkið um háar fjárhæðir langt fram í tímann,“ segir Helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira