Bjargvætturinn fann á sér hvar barnið var að finna Snærós Sindradóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 „Ég fór bara strax af stað og sagði við pabbann að ég skyldi finna barnið og það gerði ég,“ segir Sigurbjörg Hoffritz, starfsmaður á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi, sem fann tveggja ára barn sem ekið var burt á stolnum bíl á fjórða tímanum í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina. Sigurbjörg segist hafa fundið á sér að bílnum hefði verið ekið í Krónuna skammt frá. „Ég er nú svo mikill þverhaus að ég læt ekkert svona fram hjá mér fara. Þegar ég fann bílinn og barnið veifaði ég til þyrlunnar.“ Bíllinn var enn í gangi fyrir utan verslunina og var lagt skakkt í stæði. Sigurbjörg drap á bílnum og hringdi í lögregluna. „Barnið var bara steinsofandi. Hann svaf svo vært að ég var ekkert að vekja hann,“ segir Sigurbjörg.Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.is„Mér fannst þetta rosalega óþægilegt. Þegar þú ert að vinna á svona stað og eitthvað svona gerist þá hugsar þú ekkert heldur bara gerir það sem þú getur. Ég bara fann það á mér að hann hefði farið niður í Krónu. Þegar maður er að passa börn þá hefur maður radarinn alls staðar. Ég hugsaði bara að sá sem tók barnið hlyti að hafa verið svangur og þyrstur svo hann hefði bara skellt sér í Krónuna.“ Sigurbjörg er búin að vinna á leikskóla í á þrettánda ár. Hún segir þetta eftirminnilegasta vinnudaginn til þessa. „Eins og ég sagði við lögregluna þá læt ég ekkert stela barni af mínum leikskóla.“ Þó að Sigurbjörg hafi fengið kærar þakkir fyrir hetjudáðina hefur henni þó ekki verið boðið frí úr vinnunni. „Elskan mín, ég mæti bara eins og venjulega.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
„Ég fór bara strax af stað og sagði við pabbann að ég skyldi finna barnið og það gerði ég,“ segir Sigurbjörg Hoffritz, starfsmaður á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi, sem fann tveggja ára barn sem ekið var burt á stolnum bíl á fjórða tímanum í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina. Sigurbjörg segist hafa fundið á sér að bílnum hefði verið ekið í Krónuna skammt frá. „Ég er nú svo mikill þverhaus að ég læt ekkert svona fram hjá mér fara. Þegar ég fann bílinn og barnið veifaði ég til þyrlunnar.“ Bíllinn var enn í gangi fyrir utan verslunina og var lagt skakkt í stæði. Sigurbjörg drap á bílnum og hringdi í lögregluna. „Barnið var bara steinsofandi. Hann svaf svo vært að ég var ekkert að vekja hann,“ segir Sigurbjörg.Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.is„Mér fannst þetta rosalega óþægilegt. Þegar þú ert að vinna á svona stað og eitthvað svona gerist þá hugsar þú ekkert heldur bara gerir það sem þú getur. Ég bara fann það á mér að hann hefði farið niður í Krónu. Þegar maður er að passa börn þá hefur maður radarinn alls staðar. Ég hugsaði bara að sá sem tók barnið hlyti að hafa verið svangur og þyrstur svo hann hefði bara skellt sér í Krónuna.“ Sigurbjörg er búin að vinna á leikskóla í á þrettánda ár. Hún segir þetta eftirminnilegasta vinnudaginn til þessa. „Eins og ég sagði við lögregluna þá læt ég ekkert stela barni af mínum leikskóla.“ Þó að Sigurbjörg hafi fengið kærar þakkir fyrir hetjudáðina hefur henni þó ekki verið boðið frí úr vinnunni. „Elskan mín, ég mæti bara eins og venjulega.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33