Innlent

Innviðir verði ekki byggðir upp á næstu árum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Oddný sagði  að aukinn einkarekstur í heilbrgðis- og menntamálum ekki vera framtýðarsýn sem hugnist Samfylkingunni.
Oddný sagði að aukinn einkarekstur í heilbrgðis- og menntamálum ekki vera framtýðarsýn sem hugnist Samfylkingunni. Vísir/Stefán
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, segir ljóst af fjármálaáætlun ríkisstjórnar til næstu fimm ára að innviðir samfélagsins verði ekki byggðir upp á næstu árum. Hún segir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu, skólum og samgöngum ekki vera framtíðarsýn sem hugnast Samfylkingunni, sem leggi áherslu á jöfn tækifæri landsmanna til góðrar heilbrigðisþjónustu, menntunar og öryggis í daglegu lífi.

Í minnihlutaáliti Oddnýjar um áætlunina segir hún meðal annars að tekjur ríkissjóðs hafi lækkað um tugi milljarða á kjörtímabilinu á sama tíma og mikil fjárfestingarþörf sé í samgöngukerfinu. Í álitinu segir jafnframt að ef áætlunin verði að veruleika sé ljóst að þjónusta Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman á næstu árum.

Að auki segir að staða háskólanna líti illa út ef fyrirliggjandi áætlun komist til framkvæmda. „Ef ekki verða gerðar breytingar munu háskólarnir verða að fækka námsbrautum og/eða fækka nemendum. Viðvarandi fjárskortur mun hafa verulega neikvæð áhrif á vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×