Innlent

Eldur við Hringhellu í Hafnarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögð er áhersla á að verja nærliggjandi hús á svæðinu.
Lögð er áhersla á að verja nærliggjandi hús á svæðinu. vísir/Stefán
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu til að slökkva eld sem logar á geymslusvæði við iðnaðarhús við Hringhellu í Hafnarfirði.

Nokkur eldur logaði þegar slökkvilið kom á vettvang en lögð er áhersla á að verja nærliggjandi hús á svæðinu.

Uppfært 08:28:

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið að slökkva eldinn og eru bílarnir að yfirgefa vettvang. Eldurinn kom upp í ruslageymslurými tengdu gámaþjónustu og hafi því ekki orðið mikið tjón. Einhverjir bílar hafi þó verið í hættu þegar slökkvilið kom á vettvang. Tveir bílar voru sendir á vettvang og tók um tuttugu mínútur að slökkva eldinn. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×